Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2013 | 13:30

Ólafur Lofts: „Frábært að sjá tvo íslenska fána hlið við hlið ofarlega á töflunni.“

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, NK, eru svo sannarlega að standa sig vel á eGolf Professional mótaröðinni á 2. móti mótaraðarinnar, Oldfield Open, í Suður-Karólínu.

Þeir spiluðu báðir 1. hring í gær á 4 undir pari, 68 glæsihöggum!!!  Þeir deildu 3. sæti og verður að segjast eins og er að gaman var að sjá íslenska fánann ofarlega á skortöflunni!

Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd: Golf 1.

Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd: Golf 1.

Ólafur Björn er nýbúinn að opna facebook síðu og er gott að fá fréttir af gengi hans þar, af mótum sem hann er að taka þátt í.  Endilega lítið á síðuna hans og setjið LIKE á en komast má inn á síðuna með því að SMELLA HÉR: 

Í gær skrifaði hann m.a. um glæsihring sinn:

„Flottur fyrsti hringur hér í Suður-Karólínu og frábært að sjá tvo íslenska fána hlið við hlið ofarlega á töflunni. Ég er mjög sáttur með spilamennsku dagsins, sló mörg góð högg í dag og náði að nýta færin vel. Fékk 1 örn, 5 fugla og 3 skolla á hringnum, endaði á 68 höggum (-4) og er jafn í 3. sæti. Spila annan glæsilegan völl á morgun sem hefur gríðarlega hraðar flatir. Lykilatriði á morgun að vera réttu megin við holuna. Spáð fínu veðri og ég hlakka til að halda áfram.“