Ólafur Lofts: „Frábært að sjá tvo íslenska fána hlið við hlið ofarlega á töflunni.“
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, NK, eru svo sannarlega að standa sig vel á eGolf Professional mótaröðinni á 2. móti mótaraðarinnar, Oldfield Open, í Suður-Karólínu.
Þeir spiluðu báðir 1. hring í gær á 4 undir pari, 68 glæsihöggum!!! Þeir deildu 3. sæti og verður að segjast eins og er að gaman var að sjá íslenska fánann ofarlega á skortöflunni!
Ólafur Björn er nýbúinn að opna facebook síðu og er gott að fá fréttir af gengi hans þar, af mótum sem hann er að taka þátt í. Endilega lítið á síðuna hans og setjið LIKE á en komast má inn á síðuna með því að SMELLA HÉR:
Í gær skrifaði hann m.a. um glæsihring sinn:
„Flottur fyrsti hringur hér í Suður-Karólínu og frábært að sjá tvo íslenska fána hlið við hlið ofarlega á töflunni. Ég er mjög sáttur með spilamennsku dagsins, sló mörg góð högg í dag og náði að nýta færin vel. Fékk 1 örn, 5 fugla og 3 skolla á hringnum, endaði á 68 höggum (-4) og er jafn í 3. sæti. Spila annan glæsilegan völl á morgun sem hefur gríðarlega hraðar flatir. Lykilatriði á morgun að vera réttu megin við holuna. Spáð fínu veðri og ég hlakka til að halda áfram.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024