Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2013 | 10:00

Á mynd frá menntaskólaárum Keegan lítur hann út eins og krullinhærður Rory

Golfáhugamenn í Massachusetts klóruðu sig í höfðinu þegar ljósmynd frá menntaskólaárum birtist af bandaríska kylfingnum Keegan Bradley, en á henni lítur hann út eins og nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, sem líkt og Bradley hefir sigrað á PGA Championship risamótinu.

Á myndinni er Keegan krullinhærður með mikið dökkt hár, en myndin var tekin meðan hann var í Hopkinton´s High School, sem er suðvestur af Boston.

Allt frá því Bradley útskrifaðist frá Hopkinton High School hefir leikur hans blómstrað …. og útlitið líka.

Keegan Bradley hefir sjálfur tvítað myndina, til þess að sýna hvernig hann leit út í menntaskóla og þykir hann líkur McIlroy.

Bradley hefir oft heimsótt gamla menntaskólann sinn eftir útskrift, einkum þegar hann spilar á  Deutsche Bank Championship.