Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2013 | 19:30

Rory og Tiger á móti löngu pútterunum þrátt fyrir afstöðu PGA Tour

Síðastliðinn nóvember tilkynntu talsmenn the United States Golf Association (USGA) and the Royal and Ancient (R&A) um tilvonandi reglubreytingar sem bönnuðu púttera þar sem stuðst væri við líkamann í púttersstrokunni. Bannið tekur til langra púttera og á að koma til framkvæmda 2016. S.l. sunnudag á Accenture heimsmótinu í holukeppni sagði Tim Finchem, framkvæmdastjóri PGA Tour að mótaröðin myndi leggjast gegn banninu. Frá því að Finchem lét frá sér þessa yfirlýsingu, sem kom mörgum í opna skjöldu, hafa margir heimsþekktir kylfingar þ.á.m. nr. 1 og nr. 2 á heimslistanum, Rory McIlroy og Tiger stigið á stokk og sagst styðja USGA og R&A þ.e. þeir eru fylgjandi banni á löngum pútterum. Afstaða Finchem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2013 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jessica Korda – 27. febrúar 2013

Afmæliskylfingur dagsins er bandarísk/tékkneski kylfingurinn Jessica Korda. Jessica er fædd 27. febrúar 1993 og á því 20 ára stórafmæli í dag!!! Jessica á sama afmælisdag og kólombíski kylfingurinn Mariajo Uribe, en hún á 23  ára afmæli í dag, þ.e. er fædd 27. febrúar 1990. Mariajo Uribe Jessica komst í golffréttirnar fyrir ári síðan, í febrúar 2012 þegar hún vann sinn fyrsta sigur á LPGA: Women´s Australian Open, þegar hún stóð sig best í 6 kvenkylfinga umspili. Jessica er dóttir tennisspilaranna Korda  Petr Korda og Regina Rajchrtová. Petr Korda vann m.a. Grand Slam í einliðaleik Australian Open 1998, þannig að Ástralía hefir reynst þeim feðginum góð! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sigmundur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2013 | 15:30

Keegan Bradley þreyttur á að vera kallaður svindlari

Jafnvel þó að USGA og R&A banni aldrei langa púttera eins og fyrirhugað var þá hefir öll umræða haft áhrif. Efitr blaðamannafundi fyrir Honda Classic í Palm Beach Gardens, sem er mót vikunnar á PGA Tour, skrifaði  Steve DiMeglio hjá USA Today að  Keegan Bradley sé stöðugt strítt (á langa pútternum)  bæði af áhangendum í eiginn persónu og enn oftar á Twitter. „Ég hef verið nefndur svindlari oftar en nokkru sinni af áhangendum, af sumum golfskríbentum – engum af ykkur (sagt á blaðamannafundinum) – og það er virkilega erfitt,“ sagði Bradley á blaðamannafundinum fyrir Honda Classic.   ‘ Mikið af þessum skrifum er á  Twitter, sem er fáránlegt, hvort sem er, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2013 | 14:45

Kínverski undraunglingurinn Guan Tianlang – 14 ára – stefnir á að taka þátt í Opna breska

Kínverski undrakylfingurinn ungi, Guan Tianlang, 14 ára er nú meðal sterkra þátttakenda í International Final Qualifying- Asia, þar sem allir eru að reyna að ávinna sér þátttökurétt á Opna breska 2013.  Úrtökumótið hefst á morgun. Með þessu er 14 ára unglingurinn að reyna að tryggja sér sæti í 2. risamóti sínu en hann hefir þegar áunnið sér þátttökurétt í The Masters n.k. apríl. „Ég hef spilað í nokkrum atvinnumannamótum áður og það er alltaf gaman að spila með atvinnumönnunum. Ég get lært svo mikið af þeim og fæ reynslu af því að spila í atvinnumannsmótum. Þannig að ég hlakka til IFQ-Asia,“ sagði Guan. Cheng-tsung Pan frá Taiwan, sem varð í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2013 | 12:25

Bandaríska háskólagolfið: Ari stóð sig best í liði Arkansas Monticello á Crawford Wade Inv. – Theodór Emil var á 3.-4. best skori liðsins

Þeir Ari Magnússon, GKG og Theodór Emil Karlsson, GKJ, spila með golfliði Arkansas Monticello í bandaríska háskólagolfinu. Þeir kepptu dagana 25.-26. febrúar á Texoma Chevy Dealers-Crawford/Wade Invitational mótinu eða í styttra formi: Crawford Wade Invitational mótinu, sem fram fór í bænum Commerce í Texas og lauk í gær. Þátttakendur voru  83 frá 15 háskólum. Ari Magnússon var á samtals 15 yfir pari, 159 höggum (78 81) og var á besta skori Arkansas Monticello. Theodór Emil spilaði á samtals 19 yfir pari (85 78) og var á 3.-4. besta skori Arkansas Monticello. Lið Arkansas Monticello lenti í 12. sæti. Næsta mót þeirra Ara og Theodórs Emils er Mississippi College Spring Invitational sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2013 | 12:00

PGA: Bestu andartökin á Honda Classic í gegnum tíðina – Myndskeið

Mót vikunnar á PGA Tour er Honda Classic mótið.  Spilað er á PGA National Champion golfvellinum í Palm Beach Gardens, Flórída um verðlaunafé upp á $ 6 milljónir.  Mótið hefst á morgun. PGA National golföllurinn þykir með þeim erfiðari á mótaröðinni. Þeir á PGA hafa tekið sam myndskeið með bestu andartökunum á Honda Classic í gegnum tíðina. Þar má sá fyrri vinningshafa á mótinu, þ.á.m. golfgoðsögnina Jack Nicklaus, en eins frekar fyndna mynd af Corey Pavin frá því fyrir u.þ.b. 20 árum, 1992, sem leiðir hugann að því hvað við breytumst öll. Best er að þið skoðið myndskeiðið sjálf með því að  SMELLA HÉR:     

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2013 | 11:45

LPGA: Ai Miyazato dregur sig úr HSBC Champions í Singpúr vegna meiðsla í öxlum og háls eftir áreksturinn í Thaílandi

Mót vikunnar hjá bestu kvenkylfingum heims er Women´s HSBC Champions í Singapúr. Í dag tilkynni japanski kylfingurinn Ai Miyazato (nr. 9 á Rolex-heimslistanum) að hún hefði dregið sig úr mótinu vegna meiðsla í öxlum og háls (þ.e. vegna whip-lash áverka) eftir árekstur 5 bíla á hraðbraut í Thaílandi, sem hún og 2 aðrir kylfingar, Suzann Pettersen (nr. 7 á Rolex-heimslistanum) og Paula Creamer (nr. 13 á Rolex-heimslistanum), lentu í þegar þær voru á leið út á flugvöll til að ná flugvélinni til Singapúr, eftir keppni á Honda LPGA Classic mótinu í Chonburi, Thaílandi. „Ég er með verki í háls og öxlum, þannig að ég ætla að sitja hjá 1 mót svona Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2013 | 09:00

GSG: Marsmót nr. 1 verður haldið nk. laugardag 2. mars í Sandgerði – Skráning hafin

Golfvorið nálgast óðum, þannig að nú er um að gera að taka fram kylfunar og rifja upp sveifluna!!! Marsmót nr. 1 verður haldið á Kirkjubólsvelli þeirra Sandgerðinga nk. laugardag, 2. mars 2013. Vetrar/Vormótin í Sandgerði hafa notið mikilla vinsælda á undanfarandi árum og fer vaxandi. Keppnisfyrirkomulag er sem fyrr höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf og eru veitt 1 verðlaun fyrir besta skor og 3 verðluan fyrir þrjú efstu sætin fyrir punktakeppnina.  Ekki er hægt að vinna til verðlauna í báðum flokkum. Nánadarverðlun eru á 15. braut. Búið er að opna fyrir skráningu og má komast á síðu golf.is með því að SMELLA HÉR:  Þátttökugjald er kr. 2.500,- og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2013 | 21:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi og Belmont kepptu ekki á Pirate Invitational – Hætt við vegna þess að völlurinn var óspilanlegur eftir úrhellisrigningu

Mikið óveður með úrhellisrigningu gekk yfir Georgiuríki í Bandaríkjunum, þ.e. bæinn Pooler, þar sem Pirate Invitational mótið átti að fara fram. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og Belmont háskóli voru skráð meðal þátttakenda, en nú hefir mótið sem sagt verið fellt niður. Þetta er í fyrsta sinn í 12 ár sem mótið hefir verið látið falla niður, vegna þess að aðstæður til golfleiks voru engar, völlurinn var óspilanlegur. Næsta mót Arnórs Inga og Belmont Abbey er Richard Rendleman Invitational sem fram fer í Salisbury, Norður-Karólínu dagana 4.-5. mars n.k.  

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2013 | 20:00

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Noora Tamminen (12. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Það voru 7 stúlkur sem deildu 36. og síðasta sætinu og rétt mörðu að komast inn á LET. Þær hafa allar verið kynntar en það voru þær:  Cheyenne Woods, hin þýska Ann-Kathrin Lindner, enski unglingurinn Charley Hull, hin sænska Rebecca Sörensen, hin tælenska Tanaporn Kongkiatkrai, hin skoska Vikki Laing og Babe Liu frá Tapei. Eins þurfti einn kylfingurinn ekki í gegnum Q-school, frægðarhallarkylfingurinn kanadíski Lorie Kane, sem segja má að sé sú 43. sem hlaut keppnisrétt eða kortið sitt á LET, en Lesa meira