Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2013 | 12:00

PGA: Bestu andartökin á Honda Classic í gegnum tíðina – Myndskeið

Mót vikunnar á PGA Tour er Honda Classic mótið.  Spilað er á PGA National Champion golfvellinum í Palm Beach Gardens, Flórída um verðlaunafé upp á $ 6 milljónir.  Mótið hefst á morgun.

PGA National golföllurinn þykir með þeim erfiðari á mótaröðinni.

Þeir á PGA hafa tekið sam myndskeið með bestu andartökunum á Honda Classic í gegnum tíðina.

Þar má sá fyrri vinningshafa á mótinu, þ.á.m. golfgoðsögnina Jack Nicklaus, en eins frekar fyndna mynd af Corey Pavin frá því fyrir u.þ.b. 20 árum, 1992, sem leiðir hugann að því hvað við breytumst öll.

Best er að þið skoðið myndskeiðið sjálf með því að  SMELLA HÉR: