Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2013 | 21:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi og Belmont kepptu ekki á Pirate Invitational – Hætt við vegna þess að völlurinn var óspilanlegur eftir úrhellisrigningu

Mikið óveður með úrhellisrigningu gekk yfir Georgiuríki í Bandaríkjunum, þ.e. bæinn Pooler, þar sem Pirate Invitational mótið átti að fara fram.

Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og Belmont háskóli voru skráð meðal þátttakenda, en nú hefir mótið sem sagt verið fellt niður.

Þetta er í fyrsta sinn í 12 ár sem mótið hefir verið látið falla niður, vegna þess að aðstæður til golfleiks voru engar, völlurinn var óspilanlegur.

Næsta mót Arnórs Inga og Belmont Abbey er Richard Rendleman Invitational sem fram fer í Salisbury, Norður-Karólínu dagana 4.-5. mars n.k.