Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2013 | 12:25

Bandaríska háskólagolfið: Ari stóð sig best í liði Arkansas Monticello á Crawford Wade Inv. – Theodór Emil var á 3.-4. best skori liðsins

Þeir Ari Magnússon, GKG og Theodór Emil Karlsson, GKJ, spila með golfliði Arkansas Monticello í bandaríska háskólagolfinu.

Theodór Emil Karlsson, GKJ. Mynd: Golf 1

Theodór Emil Karlsson, GKJ. Mynd: Golf 1

Þeir kepptu dagana 25.-26. febrúar á Texoma Chevy Dealers-Crawford/Wade Invitational mótinu eða í styttra formi: Crawford Wade Invitational mótinu, sem fram fór í bænum Commerce í Texas og lauk í gær.

Þátttakendur voru  83 frá 15 háskólum.

Ari Magnússon var á samtals 15 yfir pari, 159 höggum (78 81) og var á besta skori Arkansas Monticello.

Theodór Emil spilaði á samtals 19 yfir pari (85 78) og var á 3.-4. besta skori Arkansas Monticello.

Lið Arkansas Monticello lenti í 12. sæti.

Næsta mót þeirra Ara og Theodórs Emils er Mississippi College Spring Invitational sem fer fram 3.-5. mars í bænum Clinton, Mississippi.

Til þess að sjá úrslitin á Crawford Wade Invitational SMELLIÐ HÉR: