
Kínverski undraunglingurinn Guan Tianlang – 14 ára – stefnir á að taka þátt í Opna breska
Kínverski undrakylfingurinn ungi, Guan Tianlang, 14 ára er nú meðal sterkra þátttakenda í International Final Qualifying- Asia, þar sem allir eru að reyna að ávinna sér þátttökurétt á Opna breska 2013. Úrtökumótið hefst á morgun.
Með þessu er 14 ára unglingurinn að reyna að tryggja sér sæti í 2. risamóti sínu en hann hefir þegar áunnið sér þátttökurétt í The Masters n.k. apríl.
„Ég hef spilað í nokkrum atvinnumannamótum áður og það er alltaf gaman að spila með atvinnumönnunum. Ég get lært svo mikið af þeim og fæ reynslu af því að spila í atvinnumannsmótum. Þannig að ég hlakka til IFQ-Asia,“ sagði Guan.
Cheng-tsung Pan frá Taiwan, sem varð í 2. sæti á eftir Guan í nóvember og er hæst rankaði kylfingurinn á heimsáhugamannalistanum frá Asíu (þ.e. í 5. sæti) og tvöfaldur Asia-Pacific Amateur Champion, Hideki Matsuyama sem varð fyrsti japanski áhugamaðurinn til þess að spila í the Masters 2011, taka einnig þátt.
Matsuyama er aðeins hluti af mjög sterkum japönskum kylfingum sem taka þátt, en þeirra á meðal eru Kodai Ichihara, Yuta Ikeda, Masanori Kobayashi og Masamichi Ito, sem gerðist atvinnumaður í desember og var meistari síðasta árs á Faldo Series Asia.
James Byrne, frá Skotlandi sem gerðist atvinnumaður eftir að eiga sæti í sigurliði Breta&Íra í Walker Cup 2011 og sem spilar nú á Asian Tour, ætlar sér líka þátttökurétt í Opna breska.
Meðal þeirra sem spenningur er fyrir í Thaílandi er hin rísandi golfstjarna Arnond Vongvanji, sem blóðlangar til þess að keppa á Opna ásamt löndum sínum þeim Thaworn Wiratchant og Thongchai Jaidee.
Meðal annarra sem gera sér vonir um að komast á Opna breska eru landar Vongvanji, Thaílendingarnir Prom Meesawat og Kiradech Aphibarnrat og eins Indverjarnir Gaganjeet Bhullar og Anirban Lahiri, ásamt Siddikur Rahman frá Bangladesh og Miguel Tabuena frá Filipseyjum.
Landar Tianlang, Wu Ashun og Hu Mu munu einnig keppa í úrtökumótinu.
International Final Qualifying fyrir Opna breska mun síðan líka fara fram í Royal Johannesburg and Kensington golfklúbbnum í Suður-Afríku, 5.-6. mars. Síðan fer fram annað mót IFQ America í Gleneagles Country Club í Texas 20. maí og IFQ Evrópa í Sunningdale í Englandi, þ. 24 júní n.k.
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jens Gud ———-– 8. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 01:00 PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo
- maí. 8. 2022 | 00:01 LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open
- maí. 7. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (19/2022)
- maí. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022
- maí. 7. 2022 | 12:30 Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska
- maí. 7. 2022 | 06:45 PGA: Day leiðir e. 2. dag Wells Fargo
- maí. 7. 2022 | 06:00 LET: Koivisto efst e. 2. dag Madrid Open
- maí. 6. 2022 | 23:00 NGL: Bjarki bestur íslensku kylfinganna á Barncancerfonden Open
- maí. 6. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Long í forystu e. 2. dag á The Belfry
- maí. 6. 2022 | 18:00 Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur Kristins íþróttakona ársins hjá EKU
- maí. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Dean Larsson – 6. maí 2022