Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2013 | 11:45

LPGA: Ai Miyazato dregur sig úr HSBC Champions í Singpúr vegna meiðsla í öxlum og háls eftir áreksturinn í Thaílandi

Mót vikunnar hjá bestu kvenkylfingum heims er Women´s HSBC Champions í Singapúr.

Í dag tilkynni japanski kylfingurinn Ai Miyazato (nr. 9 á Rolex-heimslistanum) að hún hefði dregið sig úr mótinu vegna meiðsla í öxlum og háls (þ.e. vegna whip-lash áverka) eftir árekstur 5 bíla á hraðbraut í Thaílandi, sem hún og 2 aðrir kylfingar, Suzann Pettersen (nr. 7 á Rolex-heimslistanum) og Paula Creamer (nr. 13 á Rolex-heimslistanum), lentu í þegar þær voru á leið út á flugvöll til að ná flugvélinni til Singapúr, eftir keppni á Honda LPGA Classic mótinu í Chonburi, Thaílandi.

„Ég er með verki í háls og öxlum, þannig að ég ætla að sitja hjá 1 mót svona sem öryggisráðstöfun,“ sagði Ai í fréttatilkynningu.

Vöðvi í háls Paulu Creamer tognaði og hún hlaut einni whip-lash áverka, en tók engu að síður þátt í myndatöku í gær ásamt LPGA kylfingunum SuzannPettersen, Angelu Stanford og nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Yani Tseng, sem lið í að kynna mótið (PR-dæmi).

„Mér hefir örugglega liðið betur einhvern tímann,“ sagði bleiki pardusinn (Paula Creamer). „Svona hlutir gerast og maður getur ekki haft stjórn á þeim. Ég fékk ansi slæma whip-lash áverka eftir að hafa fengið mesta höggið en ég reyndi bara að taka því rólega og vona að ég geti tíað upp á fimmtudaginn…. það var ansi undravert að við skyldum hafa getað gengið frá þessu nokkurn veginn heilar, en svona gerist bara.“

Suzann Pettersen slapp e.t.v. best því hún var í 5. og síðasta bílnum og gat komið sér hjá hörðu höggi.

„Við vorum bara heppnnar að hafa komist úr þessa án meiriháttar meiðsla,“ sagði Pettersen.