Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2013 | 19:30

Rory og Tiger á móti löngu pútterunum þrátt fyrir afstöðu PGA Tour

Síðastliðinn nóvember tilkynntu talsmenn the United States Golf Association (USGA) and the Royal and Ancient (R&A) um tilvonandi reglubreytingar sem bönnuðu púttera þar sem stuðst væri við líkamann í púttersstrokunni. Bannið tekur til langra púttera og á að koma til framkvæmda 2016.

S.l. sunnudag á Accenture heimsmótinu í holukeppni sagði Tim Finchem, framkvæmdastjóri PGA Tour að mótaröðin myndi leggjast gegn banninu.

Frá því að Finchem lét frá sér þessa yfirlýsingu, sem kom mörgum í opna skjöldu, hafa margir heimsþekktir kylfingar þ.á.m. nr. 1 og nr. 2 á heimslistanum, Rory McIlroy og Tiger stigið á stokk og sagst styðja USGA og R&A þ.e. þeir eru fylgjandi banni á löngum pútterum.

Afstaða Finchem hefir vakið nokkrar áhyggjur að mismunandi reglur muni gilda á PGA Tour og Evrópumótaröðinni og meðal þeirra sem hafa áhyggjur af þessu er Tiger Woods.

„Afstaða mín hefir ekki breyst,“ sagði Tiger á blaðamannafundi sem haldinn var eftir Pro-Am mótið sem fram fór á undan aðalkeppninni, Honda Classic,sem hefst á morgun. „Mér finnst enn að um frjálsa púttstroku ætti að vera að ræða og að ekki eigi að skorða pútterinn við líkamann að neinu leyti.“

„Auðvitað er ekkert meitlað í stein, ekkert er endanlegt. USGA og R&A eru þær stofnanir sem fara með reglugerðarsetningu og við munum sjá hvað setur.“

„Vonandi verðum við ekki að taka í gildi staðarreglur eins og við gerum stundum á túrnum með steina og glompur og þvíumlíkt. Vonandi gerum við það ekki með pútterana.“

„Obviously nothing is set in stone, nothing is firm. The USGA and the R&A are the governing bodies of our rules and we will see what happens.

Eins og margoft er komið fram hafa 3 af síðustu 5 risamótstitilhöfunum notað langa púttera (belly-a og kústsköft); þ.e. Keegan Bradley, Ernie Els og Webb Simpson.

Þar sem þetta eru leikmenn á PGA Tour þá sagðist Tiger skilja afstöðu Finchem en sagði að það myndi ekki breyta afstöðu hans.

„Ég skil það. Ég næ því. Allir þrír spila fulla dagskrá á túrnum og hafa sigrað risamót með löngum pútterum. Ég skil afstöðu hans en mér finnst en að það ætti að sveifla öllum 14 kylfunum. Það hefir ekki breyst og mun aldrei breytast,“ sagði 14-faldur risamótameistarinn (Tiger).

Á þriðjudaginn hvatti Rory McIlroy PGA Tour til þess að vera á sömu línu og R&A og USGA.

„Við treystum golfleiknum, við höfum lagt hann í hendurnar á R&A og USGA ég veit ekki í hvað mörg ár og við höfum alltaf farið eftir þeim reglum sem þessi yfirstjórn hefir sett,“ sagði Rory.

„Mér finnst ekki að það ætti að breyta því. Ég tel golf vera ansi gott á þessari stundu og í góðum höndum (þeirra sem stjórna).“