Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2013 | 09:00

GSG: Marsmót nr. 1 verður haldið nk. laugardag 2. mars í Sandgerði – Skráning hafin

Golfvorið nálgast óðum, þannig að nú er um að gera að taka fram kylfunar og rifja upp sveifluna!!! Marsmót nr. 1 verður haldið á Kirkjubólsvelli þeirra Sandgerðinga nk. laugardag, 2. mars 2013.

Vetrar/Vormótin í Sandgerði hafa notið mikilla vinsælda á undanfarandi árum og fer vaxandi.

Keppnisfyrirkomulag er sem fyrr höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf og eru veitt 1 verðlaun fyrir besta skor og 3 verðluan fyrir þrjú efstu sætin fyrir punktakeppnina.  Ekki er hægt að vinna til verðlauna í báðum flokkum. Nánadarverðlun eru á 15. braut.

Búið er að opna fyrir skráningu og má komast á síðu golf.is með því að SMELLA HÉR: 

Þátttökugjald er kr. 2.500,- og innifalið í verði er uxahalasúpa og brauð að keppni lokinni.

Veðurspáin lítur svo út fyrir laugardaginn, 4° hiti og nánast enginn vindur 4 m/s, örlítil rigning 0.8m eftir hádegið, en engin fyrir hádegið. Sjá nánar með því að SMELLA HÉR: