Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2013 | 07:30

PGA: Camilo Villegas efstur á Honda Classic – Hápunktar og högg 1. dags

Uppáhald margra, „kóngulóarmaðurinn“ Camilo Villegas er í efsta sæti eftir 1. dag Honda Classic mótsins sem hófst á PGA National Champion golfvellinum, í Palm Beach Gardens, Flórída, í gær. Villegas hefir ekkert gengið allt of vel að undanförnu, er ekki með fullan keppnisrétt á PGA Tour, þar sem hann var ekki meðal efstu 150 á stigalistanum í fyrra og er kominn upp á náð og miskunn styrktaraðila að spila í flestum mótum, auk þess sem hann á þátttökurétt í nokkrum mótum sem hann hefir unnið áður og er Honda Classic eitt þeirra.  Camilo sigraði á Honda Classic 7. mars 2010. Hér má sjá myndskeið með viðtali sem tekið var við Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2013 | 21:25

GB: Hamarsvöllur í dag … vel spilanlegur – Myndasería

Það er farið að grænka á Hamarsvelli þeirra Borgnesinga og völlurinn er í góðu ástandi og kemur vel undan vetri sbr. nokkrar myndir sem ljósmyndari Golf 1 tók í dag, á síðasta febrúardegi ársins 2013.  Já, vorið nálgast óðfluga með tilheyrandi skemmtilegum golfhringjum! GB leyfir aðgang að vellinum í vetur, sem fyrri vetur en auðvitað þarf að virða ástand hans og umgangast hann í samræmi. Hér má minna á orð nýráðins vallarstjóra GB, Haraldar Más Stefánssonar:„Ég tel að það sé afar brýnt að koma því til félagsmanna að ganga einstaklega vel um völlinn nú í vor, fyrst og fremst af sjálfsagðri virðingu sem og að við erum með Íslandsmótið í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2013 | 21:15

Hamarsvöllur – GB – 28. febrúar 2013

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2013 | 20:30

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Margarita Ramos (14. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þar af voru 6 stúlkur, sem deildu með sér 25. sætinu, þær: Cathryn Bristow. Laura Jansone, Holly Clyburn, Jia Yun Li, Melanie Maetzler og Margarita Ramos, en sú síðastnefnda verður kynnt í kvöld. Fullt nafn: Margarita RamosRíkisfang: Mexíkósk. Fæðingardagur: 31. janúar 1990. Fæðingarstaður:  Mexico City. Gerðist atvinnumaður: 20. desember 2012. Hárlitur: Brúnn. Augnlitur: Brúnn. Byrjaði í golfi: 5 ára. Mestu áhrifavaldar í golfinu: Foreldrar og bróðir. Áhugamál: Finnst gaman að hlaupa og synda. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2013 | 18:00

Evróputúrinn & Sólskinstúrinn: Darren Fichardt leiðir eftir 1. dag Tshwane Open

Það er Darren Fichardt frá Suður-Afríku sem leiðir eftir 1. hring Tshwane Open, sem er sameiginlegt mót Sólskinstúrsins suður-afríska og Evróputúrsins og er mót vikunnar.  Spilað er á Ernie Els hannaða Copperleaf golfvellinum í Centurion, Suður-Afríku. Fichardt spilaði á 7 undir pari, 65 höggum; fékk 8 fugla, 9 pör  og 1 skolla. Í 2. sæti er Svíinn Björn Åkeson, en hann er aðeins 1 höggi á eftir, lék á 6 undir pari, 66 höggum. Åkeson fékk örn, 6 fugla, 9 pör og 2 skolla. 6 kylfingar deila síðan 3. sætinu á 5 undir pari 67 höggum, en þeirra á meðal er Indverjinn Jeev Milkha Singh. Til þess að sjá stöðuna á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Peter Aliss – 28. febrúar 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Peter Aliss, en hann fæddist í Berlín 28. febrúar 1931 og er því 82 ára í dag. Peter var sonur Percy Aliss, sem var sigursæll kylfingur í Evrópu á árunum 1920-1930, en gerðist síðan golfkennari í Berlín, þar sem Peter fæddist. Peter fór í atvinnumennskuna í golfi 1947 og vann 23 sigra á ferli sínum. Besti árangur hans í risamótum er 8. sætið í Opna breska 1954, 1961, 1962 og 1969. Þekktastur er Peter Aliss á seinni árum sem golfskýrandi hjá BBC og sem rithöfundur og golfvallarhönnuður. Hann er  oft nefndur „rödd bresks golfs“ (ens.: „Voice of (British) Golf“). Peter Aliss var tekinn í frægðarhöll kylfinga í maí Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2013 | 08:35

Bandaríska háskólagolfið: Hver þekkir Ólafíu Þórunni best?

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og félagar í „Demon Deacons“ í Wake Forest áttu að spila á High Point Classic mótinu, sem fram fór í Willow Creek GC í Willow Creek, Norður-Karólínu.  Mótið stóð dagana 25.-26. febrúar 2013. Af ótilgreindum ástæðum var mótið fellt niður af dagskrá Wake Forest. Ólafía Þórunn og Wake spila því næst á Darius Rucker Invitational sem fram fer dagana 8.-10. mars í Hilton Head, í Suður-Karólínu. Á heimasíðu Wake Forest er skemmtilegur spurningaleikur, sem  gengur út á það hvor félaga Ólafíu Þórunnar, herbergisfélagi hennar Greta Lange í Wake Forest  eða félagi hennar í golfliðinu, Marissa Dodd þekki Ólafíu Þórunni betur. Sjá má niðurstöðu spurningaleiksins með því að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2013 | 07:45

LPGA: Aza Muñoz leiðir á HSBC Women´s Champions í Singapúr eftir 1. dag

Spænski kylfingurinn Azahara Muñoz skilaði inn skorkorti upp á 7 undir pari 65 högg og er með 2 högga forystu eftir 1. hring HSBC Women’s Champions, en mótið hófst á Serapong golfvelli, Sentosa golfklúbbsins í Singpúr í morgun. Fimmfaldur LPGA-sigurvegarinn Stacy Lewis er meðal 5 kylfinga sem deila 2. sætinu á 5 undir pari, 67 höggum.  Hinar eru: Pornanong Phatlum, Sun Young Yoo, Lizette Salas og Karin Sjödin. Heimsins besta, Yani Tseng, Chella Choi og harðjaxlinn Paula Creamer, sem er enn með whip-lash eymsli eftir árekstur 5 bíla sem hún slapp úr með undraverðum hætti í Thaílandi og Daníelle Kang eru 1 höggi á eftir og deila 7. sætinu á 4 undir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2013 | 07:00

Rory ætlar sér að stíga í fótspor Jack Nicklaus

Í dag hefst Honda Classic mótið á PGA mótaröðinni bandarísku, á golfvelli Palm Beach Gardens í Flórída. Heimsins besti, Rory McIlroy, sagði að völlurinn og aðstæður í Palm Beach Gardens hentuðu leik sínum. Það er Rory, 23 ára, sem á titil að verja í mótinu. Hann lyfti verðlaunabikarnum á Honda Classic í fyrra og vonast til þess að verða 2. aðeins á eftir Jack Nicklaus til þess að lyfta honum tvö ár í röð. „Vonandi verð ég sá fyrsti frá Jack til þess að ná þessu í þessari viku,“ hefir Sky Sports News eftir McIlroy. „Gengið byggist mikið á aðstæðum, það getur orðið ansi hvasst hér og þá verður völlurinn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2013 | 21:30

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Eva Bjarvall (13. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Það voru 7 stúlkur sem deildu 36. og síðasta sætinu og rétt mörðu að komast inn á LET. Þær hafa allar verið kynntar en það voru þær:  Cheyenne Woods, hin þýska Ann-Kathrin Lindner, enski unglingurinn Charley Hull, hin sænska Rebecca Sörensen, hin tælenska Tanaporn Kongkiatkrai, hin skoska Vikki Laing og Babe Liu frá Tapei. Eins þurfti einn kylfingurinn ekki í gegnum Q-school, frægðarhallarkylfingurinn kanadíski Lorie Kane, sem segja má að sé sú 43. sem hlaut keppnisrétt eða kortið sitt á LET, en Lesa meira