Bandaríska háskólagolfið: Sunna Víðisdóttir varð í 1. sæti á HPU Classic!!!
Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon tóku þátt í High Point University (skammst. HPU) Classic mótinu, í Willow Creek CC í High Point, Norður-Karólínu. Þátttakendur voru 45 frá 7 háskólum. Mótið átti að vera tveggja daga þ.e. frá 25.-26. febrúar en var stytt vegna um 18 holur vegna veðurs. Sunna spilaði fyrsta hring mótsins á 3 yfir pari, 75 höggum og var í 1. sæti ásamt Önnu Appert Lund, frá Morehead State háskólanum. Úrslit 1. hrings voru látin halda sér og því hefir Sunna sigrað strax á 1. ári sínu í bandaríska háskólagolfinu!!!! Glæsilegur árangur það og óskar Golf 1 Sunnu innilega til hamingju!!! Þeir í Elon háskóla voru að Lesa meira
Nýr legsteinn reistur á leiði Arnaud Massy í Edinborg
Hver í ósköpunum er Arnaud Massy kunna sumir að spyrja? Massy er 19. aldar kylfingur og verður nánar kynntur í nýrri 10 greina framhaldsgreinaröð sem Golf 1 er að fara af stað með um kylfinga 19. aldar. Frakkinn Arnaud Massy (f. 6. júlí 1977 – d. 16. apríl 1950) er frægastur fyrir að hafa verið fyrsti kylfingurinn utan Bretlands til þess að sigra á Opna breska. Það var árið 1907, en þá vann hann mótið með 2 höggum á Royal Liverpool. Nú nýverið var Massy aftur í fréttunum vegna þess að nýr legsteinn hefir verið reistur á leiði hans í Newington kirkjugarðinum, í Skotlandi, sem vonast er til að verði Lesa meira
GKG: Sigurður Arnar efstur á barna og unglingapúttmóti GKG þegar 4 bestu skorin eru talin í flokki 12 ára og yngri stráka – Úrslit
Fjórða mótið af níu í púttmótaröð barna og unglinga í GKG fór fram í Kórnum laugardaginn s.l., 23. febrúar og má sjá árangur þeirra bestu hér fyrir neðan, en einnig má sjá heildarúrslit með því að SMELLA HÉR: Aðeins nokkrir þátttakendur hafa lokið 4 mótum af 4 og með besta skor í keppninni þegar 4 bestu skorin eru talin eru: 12 ára og yngri stelpur Eva María Gestsdóttir samtals 118 pútt 12 ára og yngri strákar 23.feb Sigurður Arnar Garðarsson 116 pútt 13 – 15 ára stúlkur 23.feb Engin hefir lokið 4 mótum 13 – 15 ára strákar 23.feb Þorsteinn Breki 121 pútt 16 – 18 ára piltar 23.feb Ragnar Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sigurður Arnar Garðarsson – 26. febrúar 2013
Sigurður Arnar Garðarsson, GKG er afmæliskylfingur dagsins. Sigurður Arnar er fæddur 26. febrúar 2002 og á því 11 ára afmæli í dag! Sigurður Arnar byrjaði að spila golf 2 ára gamall og má sjá skemmtilegt viðtal, sem blaðamaður Mbl. tók við afmæliskylfinginn fyrir 3 árum SMELLIÐ HÉR: Sigurður Arnar kom sér niður í 13,5 í forgjöf aðeins 10 ára!!! Í fyrrasumar, 2012 (10 ára) varð hann m.a. klúbbmeistari GKG í aldursflokknum 12 ára og yngri. Sumarið 2012 tók Sigurður Arnar þátt í Unglingamótaröð Arion banka og spilaði þar í strákaflokki (14 ára og yngri) gegn strákum sem voru oft á tíðum 4 árum eldri en hann. Engu að síður gekk Sigurði Lesa meira
Viðtal ESPN við Rickie Fowler – Myndskeið
Rickie Fowler var í viðtali hjá ESPN fyrir rúmum tveimur vikum (sjá má myndskeið af viðtalinu hér fyrir neðan). Í viðtalinu undraðist spyrillinn á því að Rickie hefði ekki verið með á Pebble Beach. Rickie sagðist elska að spila Monterey golfvellina t.d. Spy Glass og Pebble Beach, en dagskrá sín hefði ekki komið því móti við í ár. Aðspurður hvernig hann setti saman dagskrá sína sagði hann að þar sem hann væri meðal topp-50 á heimslistanum, væri hann inni á öllum risamótunum 4 og þau færu fyrst á dagskránna, síðan öll heimsmótin, svo nokkur sem honum þætti gaman að taka þátt í og síðan pússlaði hann dagskrá sína þannig saman Lesa meira
Golfútbúnaður: Odyssey White Hot Pro pútter
Það voru 30 kylfingar atvinnumótaraðanna, sem voru með Odyssey White Hot í pokanum 2012 þegar þeir sigruðu mót og þar með er Odyssey White Hot pútterinn einn sá árangursríkasti í sögu framleiðandans. Meðal þeirra sem settu niður sigurpútt 2012 með Odyssey White Hot eru Brandt Snedeker, Luke Donald og Ernie Els. Núna, árið 2013 tekur White Hot mið af því sem atvinnumönnum hefir reynst best. Upprunalegi Odyssey White Hot pútterinn sló strax í gegn meðal áhuga- jafnt sem atvinnumanna. Þrátt fyrir breytingar í gegnum árin hafa 60% af þeim atvinnumönnum sem nota Odyssey pútterana, haldið sig við upprunalegu White Hot innslögin (ens.: insert/hvíti partur pútterana). Þess vegna byggja báðir Odyssey Lesa meira
Colin Montgomerie telur afstöðu PGA Tour um að leggjast gegn banni á löngum pútterum opna ormagryfju
Colin Montgomerie, sem 8 sinnum var nr. 1 í Evrópu, lýsti því yfir að ef PGA Tour leggst gegn banni á löngum pútterum (belly-um og kústsköftum), sem styðjast við líkamann þegar púttstrokan er tekin, þá sé verið að opna ormagryfju. Forsvarsmenn PGA Tour og PGA of America, sem eru m.a. skipuleggjendur PGA Championship risamótsins og Ryder bikarsins hafa sett fram greinargerð fyrir bandaríska golfsambandið (USGA) þar sem þeir lýsa sig ósammála tillögu sambandsins um að banna löngu pútterana. Finchem hélt þvi m.a. fram s.l. sunnudag að PGA Tour hefði samþykkt að ganga gegn vilja USGA og R&A ef bannið kemur til framkvæmda. Reyndar upplýsti Finchem að 13 af 15 meðlimum Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi, Eygló Myrra, Ólafía Þórunn, Ragna Björk, Sunna Víðis, Thedór Emil og Ari hófu keppni í dag
Það er mikið um að vera í bandaríska háskólagolfinu nú í byrjun viku: 1. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR tekur þátt í Pirate Invitational í Pooler, Georgíu dagana 25.-26. febrúar og hefst mótið því í dag hjá honum. 2. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO, keppir á Cal Classic mótinu, í Livermore, Kaliforníu. Spilað er á golfvelli Ruby Hills golfklúbbsins. Mótið stendur 25.-26. febrúar og hefst því í dag. 3. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest keppa á High Point Classic mótinu, sem fram fer í Willow Creek GC í Willow Creek, Norður-Karólínu. Mótið stendur 25.-26. febrúar og hefst því í dag. 4. Ragna Björk Ólafsdóttir, klúbbmeistari GKG 2012 og golflið St. Leo, þ.e. The Lesa meira
GKJ: Kristján Þór vann höggleikinn í 15. vetrarmóti GKJ – Guðni Þórir Walderhaug punktakeppnina
Nú á laugardaginn, 23. febrúar fór fram 15 vetrarmót GKJ. Helstu úrslit urðu eftirfarandi: Úrslit í vetrarmóti 15. Án forgjafar 1. Kristján Þór Einarsson 56 högg 2. Jón Hilmar Kristjánsson 60 högg 3.-4. Skúli Skúlason 61 högg 3.-4. Stefán Þór Hallgrímsson 61 högg Punktar 1. Guðni Þórir Walderhaug 28 punktar (8 á síðustu 3 holunum) 2. Haukur Hafsteinsson 28 punktar (7 á síðustu 3 holunum) 3. Jóhann Edvin Weihe Stefánsson 27 punktar (18 á síðustu 9 holunum) 4. Helgi Gunnarsson 27 punktar (12 á síðustu 6 holunum) 5. Guðný Helgadóttir 27 punktar (11 á síðustu 6 holunum)
Nýju stúlkurnar á LET 2013: Nina Holleder (11. grein af 43)
Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Það voru 7 stúlkur sem deildu 36. og síðasta sætinu og rétt mörðu að komast inn á LET. Þær hafa allar verið kynntar en það voru þær: Cheyenne Woods, hin þýska Ann-Kathrin Lindner, enski unglingurinn Charley Hull, hin sænska Rebecca Sörensen, hin tælenska Tanaporn Kongkiatkrai, hin skoska Vikki Laing og Babe Liu frá Tapei. Eins þurfti einn kylfingurinn ekki í gegnum Q-school, frægðarhallarkylfingurinn kanadíski Lorie Kane, sem segja má að sé sú 43. sem hlaut keppnisrétt eða kortið sitt á LET, en Lesa meira







