Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2013 | 10:30

LPGA: Lewis og Choi deila efsta sætinu eftir 3. hring HSBC Women´s Champion

Það eru bandaríski kylfingurinn Stacy Lewis og Na Yeon Choi frá Suður-Kóreu, sem eru í efsta sæti fyrir HSBC Women´s Champions 2013, en leikið er á Serapong velli Sentosa golfstaðarins í Singapúr. Lewis er samtals búin að spila á 14 undir pari, 202 höggum  (67 66 69). Í dag fékk hún 5 fugla, 11 pör og 2 skolla í hring upp á 69 högg. Na Yeon Choi deilir 1. sætinu með Lewis, er  líka búin að spila á 14  undir pari, 202 höggum (69 66 67). Í 3. sæti er bandaríski kylfingurinn Paula Creamer, en hún er samtals búin að spila á 12 undir pari, 204 höggum (66 67 69). Fjórða sætinu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2013 | 10:00

Uppáhaldsgolfkvikmyndasenurnar okkar – Don Johnson og Kevin Coster og 7-járnaveðmálið í Tin Cup – Myndskeið

Góðar golfkvikmyndir eru þó nokkrar og á hver eflaust sína uppáhaldssenu í einhverri golfkvikmyndinni. Ein uppáhaldsgolfkvikmynd margra er Tin Cup, frá árinu 1996. Ein vinsælasta senan í myndinni er 7-járna veðmálið milli Don Johnson og Kevin Costner. Ótrúlegt að myndin sé orðin 17 ára gömul! Til þess að sjá myndskeið af 7-járnaveðmálinu í Tin Cup SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2013 | 08:00

Serena Williams skömmuð fyrir að taka mynd af Tiger

Tennisdrottningin fræga, Serena Williams, kom sér í vandræði  þegar hún tók mynd af Tiger Woods á Honda Classic mótinu í gær. Hún tók myndina eftir að Tiger sló teighögg sitt á 17. og var skömmuð af eftirlitinu. Serena var meðal áhorfenda og fylgdist með hring Tiger í Palm Beach Gardens, en að taka mynd meðan á PGA móti stendur er harðbannað. Sem betur fer er ekkert bann við að tvíta þannig að Serena sendi frá sér eftirfarandi tvít, sem dreift var á þá 3,5 milljónir manna, sem fylgja „followa“ henni. Í tvítinu stóð: „Ok at this Golf tournament. Just saw @tigerwoods I understand NO golf Apparently u can’t take pics. This security Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2013 | 02:00

PGA: Guthrie í 1. sæti þegar Honda Classic er hálfnað – Hápunktar og högg 2. dags

Það er Bandaríkjamaðurinn Luke Guthrie sem er í efsta sæti þegar Honda Classic mótið er hálfnað. Guthrie er samtals búinn að spila á 9 undir pari, 131 höggi (68 63).  Hann átti frábæran hring upp á 7 undir pari, 63 högg í dag á 2. degi mótsins, fékk 7 fugla og 11 pör. Í 2. sæti er Bandaríkjamaðurinn Michael Thompson, en hann er búinn að spila á samtals 8 undir pari 132 höggum (67 65). Tveir kylfingar deila 3. sætinu Kanadamaðurinn Graham DeLaet og Boo Weekly frá Bandaríkjunum, á 7 undir pari, 133 höggum; DeLaet (65 68) og Weekly (66 67). Sex kylfingar deila síðan 5. sætinu en þeirra á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2013 | 19:15

LPGA: Natalie Gulbis og Se Ri Pak á sjúkrahúsi í Singapúr

Það eru fleiri en Rory sem eru að draga sig úr golfmóti á helstu mótaröðum heims. Natalie Gulbis dró sig úr keppni eftir 1. hring HSBC Champions í Singapúr vegna veikinda. Golfkennari hennar Butch Harmon er hræddur um að hér sé um eitthvað alvarlegra að ræða en smá veikindi. Harmon tvítaði í dag: „Ég var að frétta að SeRi og Natalie Gulbis hefðu báðar verið lagðar inn á sjúkrahús með malaríu. Ég vona að þeim batni báðum.“ Mike Scanlan fréttastjóri LPGA sagð: „SeRi er ekki með malaríu, bara flensueinkenni. Það er verið að skoða Natalie í Singapúr, en hún hefir ekki enn fengið sjúkdómsgreiningu.“ „LPGA er í sambandi við báða leikmenn,“ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2013 | 19:00

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Melanie Mätzler – (15. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þar af voru 6 stúlkur, sem deildu með sér 25. sætinu, þær: Cathryn Bristow. Laura Jansone, Holly Clyburn, Jia Yun Li, Melanie Maetzler og Margarita Ramos. Sú síðastnefnda var kynnt í gær en í kvöld er það Melanie Maetzler sem við kynnum….. Fullt nafn: Melanie Maetzler. Ríkisfang: svissnesk.  Fæðingardagur: 9. febrúar 1988 (25 ára). Fæðingarstaður: Walenstadt, Sviss. Áhugamál: Skíði, skíðabretti og tennis. Helsti árangur á áhugamannsferlinum: varð svissneskur meistari í holukeppni. Byrjaði í golfi: 13 ára. Helstu áhrifavaldar í golfinu: Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2013 | 18:30

Afmæliskylfingur dagins: Sigurmann Rafn Sigurmannsson – 1. mars 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Sigurmann Rafn Sigurmannsson. Sigurmann er fæddur 1. mars 1983 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmæli hér að neðan Sigurmann Rafn Sigurmannsson (30 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Pat Perez, 1. mars 1976 (37 ára) ….. og  ….. Islensk Grafik (44 ára) Jón Hallvarðsson (35 ára) Opni Listaháskólinn (23 ára)   Larus Ymir Oskarsson FashionMonster Sölusíða (32 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2013 | 18:15

PGA: Rory dregur sig úr Honda Classic vegna tannverkjar

Heimsins besti, Rory McIlroy, gekk af PGA National Champions golfvellinum í Palm Beach Gardens í dag eftir að hafa aðeins klárað 8 holur á 2. hring sínum á Honda Classic mótinu. Rory hætti eftir að hann sló 2. högg sitt í vatn á 18. holu – 9. braut sinni í dag – og var þar með kominn í 7 yfir parið í dag.  Hann sagði við blaðamenn þegar hann gekk af vellinum að sér liði ekki vel. Seinna sendi Rory frá sér fréttatilkynningu þar sem hann sagði að eymsli í endajaxli væri ástæðan fyrir því að hann drægi sig úr mótinu. „Ég hef þjáðst af sársauka í endajaxli, sem mun Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2013 | 17:45

Evróputúrinn & Sólskinstúrinn: Charl Coetzee í forystu þegar leik er frestað á 2. degi Tshwane Open – Myndskeið

Suður-Afríku heimamaðurinn Charl Coetzee er í forystu þegar leik var frestað á 2. hring Tshwane Open, sem er sameiginlegt mót Evrópumótaraðarinnar og Sólskinstúrsins suður-afríska. Spilað er á golfvelli Copperleaf Golf & Country Estate. Coetzee er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 132 höggum (67 65) og spilaði glæsilega í dag, skilaði „hreinu“ skorkorti með 7 fuglum og 11 pörum. Í 2. sæti sem stendur eru Mark Tullo og Dawie Van Der Walt á samtals 11 undir pari. Einn í 4. sæti er bandaríski Titleist erfinginn Peter Uihlein á samtals 10 undir pari og einn í 5. sæti er franski kylfingurinn Romain Wattel, á samtals 9 undir pari. Til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2013 | 08:00

LPGA: Stacy Lewis hefir tekið forystu þegar HSBC Women´s Champions er hálfnað

Það er Stacy Lewis frá Bandaríkjunum, sem leiðir á HSBC Women´s Champions þegar mótið er hálfnað. Leikið er á Serapong golfvelli, Sentosa golfklúbbsins í Singapúr. Lewis er á samtals 11 undir pari 133 höggum (67 66) átti flottan hring upp á 6 undir pari í dag, þar sem hún skilaði „hreinu“ skorkorti með 6 fuglum og 12 pörum. Sex kylfingar deila síðan 2. sætinu þ.á.m. forystukona gærdagsins Aza Muñoz, sem átti afleitan hring í morgun upp á 70 högg, sem ekki dugar þegar allar eru á sextíuogeitthvað. Aðrar í 2. sæti eru NY Choi, Ariya Jutanugarn, Chella Choi, Paula Creamer og Sun Young Yoo. Nr. 1 á heimslistanum Yani Tseng Lesa meira