
PGA: Camilo Villegas efstur á Honda Classic – Hápunktar og högg 1. dags
Uppáhald margra, „kóngulóarmaðurinn“ Camilo Villegas er í efsta sæti eftir 1. dag Honda Classic mótsins sem hófst á PGA National Champion golfvellinum, í Palm Beach Gardens, Flórída, í gær.
Villegas hefir ekkert gengið allt of vel að undanförnu, er ekki með fullan keppnisrétt á PGA Tour, þar sem hann var ekki meðal efstu 150 á stigalistanum í fyrra og er kominn upp á náð og miskunn styrktaraðila að spila í flestum mótum, auk þess sem hann á þátttökurétt í nokkrum mótum sem hann hefir unnið áður og er Honda Classic eitt þeirra. Camilo sigraði á Honda Classic 7. mars 2010.
Hér má sjá myndskeið með viðtali sem tekið var við Villegas eftir 1. hring SMELLIÐ HÉR: Þar segir hann m.a. að hann hafi unnið mikið í leik sínum en skemmt sér við það og það sé lykillinn að árangri hans í mótinu.
Í gær lék Villegas á 6 undir pari 64 höggum; fékk 1 örn, 4 fugla og 13 pör.
Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir Villegas eru 4 kylfingar: Branden Grace frá Suður-Afríku, Graham DeLaet frá Kanada og Bandaríkjamennirnir Rickie Fowler og Robert Streb. Þeir eru allir búnir að spila á 5 undir pari, 65 höggum.
10 kylfingar deila 6. sætinu á 4 undir pari, 66 höggum þ.á.m eru Dustin Johnson og Lee Westwood.
Nr. 1 og nr. 2 á heimslistanum, Rory og Tiger virðast ekki enn komnir í sigurgírinn, eru í 20 kylfinga hópi sem deilir 61. sæti á sléttu pari – engin flugeldasýning þar og margir býsna vonsviknir yfir leik þeirra.
Til þess að sjá stöðuna á Honda Classic eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Honda Classic SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá högg 1. dags á Honda Classic, vipp Ernie Els fyrir erni á 18. holunni SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024