Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2013 | 07:30

PGA: Camilo Villegas efstur á Honda Classic – Hápunktar og högg 1. dags

Uppáhald margra, „kóngulóarmaðurinn“ Camilo Villegas er í efsta sæti eftir 1. dag Honda Classic mótsins sem hófst á PGA National Champion golfvellinum, í Palm Beach Gardens, Flórída, í gær.

Villegas hefir ekkert gengið allt of vel að undanförnu, er ekki með fullan keppnisrétt á PGA Tour, þar sem hann var ekki meðal efstu 150 á stigalistanum í fyrra og er kominn upp á náð og miskunn styrktaraðila að spila í flestum mótum, auk þess sem hann á þátttökurétt í nokkrum mótum sem hann hefir unnið áður og er Honda Classic eitt þeirra.  Camilo sigraði á Honda Classic 7. mars 2010.

Hér má sjá myndskeið með viðtali sem tekið var við Villegas eftir 1. hring SMELLIÐ HÉR:    Þar segir hann m.a. að hann hafi unnið mikið í leik sínum en skemmt sér við það og það sé lykillinn að árangri hans í mótinu.

Í gær lék Villegas á 6 undir pari 64 höggum; fékk 1 örn, 4 fugla og 13 pör.

Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir Villegas eru 4 kylfingar: Branden Grace frá Suður-Afríku, Graham DeLaet frá Kanada og Bandaríkjamennirnir Rickie Fowler og Robert Streb. Þeir eru allir búnir að spila á 5 undir pari, 65 höggum.

10 kylfingar deila 6. sætinu á 4 undir pari, 66 höggum þ.á.m eru Dustin Johnson og Lee Westwood.

Nr. 1 og nr. 2 á heimslistanum, Rory og Tiger virðast ekki enn komnir í sigurgírinn, eru í 20 kylfinga hópi sem deilir 61. sæti á sléttu pari – engin flugeldasýning þar og margir býsna vonsviknir yfir leik þeirra.

Til þess að sjá stöðuna á Honda Classic eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Honda Classic SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 1. dags á Honda Classic, vipp Ernie Els fyrir erni á 18. holunni  SMELLIÐ HÉR: