Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest. Mynd: Kristinn Gíslason
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2013 | 08:35

Bandaríska háskólagolfið: Hver þekkir Ólafíu Þórunni best?

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og félagar í „Demon Deacons“ í Wake Forest áttu að spila á High Point Classic mótinu, sem fram fór í Willow Creek GC í Willow Creek, Norður-Karólínu.  Mótið stóð dagana 25.-26. febrúar 2013. Af ótilgreindum ástæðum var mótið fellt niður af dagskrá Wake Forest.

Ólafía Þórunn og Wake spila því næst á Darius Rucker Invitational sem fram fer dagana 8.-10. mars í Hilton Head, í Suður-Karólínu.

Á heimasíðu Wake Forest er skemmtilegur spurningaleikur, sem  gengur út á það hvor félaga Ólafíu Þórunnar, herbergisfélagi hennar Greta Lange í Wake Forest  eða félagi hennar í golfliðinu, Marissa Dodd þekki Ólafíu Þórunni betur.

Sjá má niðurstöðu spurningaleiksins með því að SMELLA HÉR: