Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2013 | 21:30

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Eva Bjarvall (13. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l.

Það voru 7 stúlkur sem deildu 36. og síðasta sætinu og rétt mörðu að komast inn á LET. Þær hafa allar verið kynntar en það voru þær:  Cheyenne Woods, hin þýska Ann-Kathrin Lindner, enski unglingurinn Charley Hull, hin sænska Rebecca Sörensen, hin tælenska Tanaporn Kongkiatkrai, hin skoska Vikki Laing og Babe Liu frá Tapei.

Eins þurfti einn kylfingurinn ekki í gegnum Q-school, frægðarhallarkylfingurinn kanadíski Lorie Kane, sem segja má að sé sú 43. sem hlaut keppnisrétt eða kortið sitt á LET, en hún hefir einnig verið kynnt.

Alls voru 5, sem deildu 31. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school LET en það eru: Noora TamminenNina HollederHelena Callahan og Leigh Whittaker en þær hafa allar þegar verið kynntar.  Í kvöld kynnum við þá stúlku sem eftir er að kynna og varð einnig í 31. sæti, Evu Bjarvall.

Fullt nafn: Eva Kristina Bjarvall.

Ríkisfang: sænsk.

Eva Bjarvall

Eva Bjarvall

Fæðingardagur: 11. nóvember 1982.

Fæðingarstaður: Lundi, Svíþjóð.

Hæð: 1,64 m

Háralitur: Ljóshærð

Helsti áhrifavaldur í golfinu: Annika Sörenstam.

Áhugamál: Frjálsar, vinir, tónlist og að lestur góðra bóka.

Gerðist atvinnumaður: 1. nóvember 2001

Golfklúbbur: Sturup Park Golf

Hápunktar á áhugamannsferli: Spilaði fyrir Team Sweden 1997-2001

Atvinnumannsferilill:  Árið 2010 keppti Eva á sænska Nordea túrnum og varð í 50. sæti á lokaúrtökumóti LET. Hún spilaði á SAS Masters Tour á Norðurlöndunum 2004-2008. Hún varð í 7. sæti á stigalista SAS Masters Tour, 2008.

Staða í Lalla Aicha Tour School 2013: T-31.