Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2013 | 21:25

GB: Hamarsvöllur í dag … vel spilanlegur – Myndasería

Það er farið að grænka á Hamarsvelli þeirra Borgnesinga og völlurinn er í góðu ástandi og kemur vel undan vetri sbr. nokkrar myndir sem ljósmyndari Golf 1 tók í dag, á síðasta febrúardegi ársins 2013.  Já, vorið nálgast óðfluga með tilheyrandi skemmtilegum golfhringjum!

GB leyfir aðgang að vellinum í vetur, sem fyrri vetur en auðvitað þarf að virða ástand hans og umgangast hann í samræmi.

Hér má minna á orð nýráðins vallarstjóra GB, Haraldar Más Stefánssonar:„Ég tel að það sé afar brýnt að koma því til félagsmanna að ganga einstaklega vel um völlinn nú í vor, fyrst og fremst af sjálfsagðri virðingu sem og að við erum með Íslandsmótið í holukeppni í lok júní.“

Til þess að sjá litla myndaseríu af Hamarsvelli 28. febrúar 2013 SMELLIÐ HÉR: