Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2013 | 20:30

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Margarita Ramos (14. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l.

Þar af voru 6 stúlkur, sem deildu með sér 25. sætinu, þær: Cathryn Bristow. Laura Jansone, Holly Clyburn, Jia Yun Li, Melanie Maetzler og Margarita Ramos, en sú síðastnefnda verður kynnt í kvöld.

Fullt nafn: Margarita RamosRíkisfang: Mexíkósk.

Fæðingardagur: 31. janúar 1990.

Fæðingarstaður:  Mexico City.

Gerðist atvinnumaður: 20. desember 2012.

Hárlitur: Brúnn.

Augnlitur: Brúnn.

Byrjaði í golfi: 5 ára.

Mestu áhrifavaldar í golfinu: Foreldrar og bróðir.

Áhugamál: Finnst gaman að hlaupa og synda. Talar ensku, frönsku og spænsku.

Menntun: Arizona University, í Tucson; aðalfag: viðskiptafræði (ens.: Business Management)

Áhugamannsferill: Æfði á fullu í IMG Academy á árunum 2001-04.  Spilaði fyrir University of Arizona í bandaríska háskólagolfinu(2008-12), vann first team All-Pac 10 og second-team All-American honors árin 2009-10, og second team All-Pac 10 árin 2010-11. Besti hringur á ferlinum (6 undir pari) á Cactus Tour í nóvember 2012.

Staða í Lalla Aicha Tour School árið 2013: T-25.