Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Peter Aliss – 28. febrúar 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Peter Aliss, en hann fæddist í Berlín 28. febrúar 1931 og er því 82 ára í dag. Peter var sonur Percy Aliss, sem var sigursæll kylfingur í Evrópu á árunum 1920-1930, en gerðist síðan golfkennari í Berlín, þar sem Peter fæddist. Peter fór í atvinnumennskuna í golfi 1947 og vann 23 sigra á ferli sínum. Besti árangur hans í risamótum er 8. sætið í Opna breska 1954, 1961, 1962 og 1969. Þekktastur er Peter Aliss á seinni árum sem golfskýrandi hjá BBC og sem rithöfundur og golfvallarhönnuður. Hann er  oft nefndur „rödd bresks golfs“ (ens.: „Voice of (British) Golf“). Peter Aliss var tekinn í frægðarhöll kylfinga í maí 2012 fyrir ævistarf sitt… golfið og hélt þar ansi eftirminnilega ræðu sem sjá má með því að SMELLA HÉR:  (ef þið nennið ekki að hlusta á alla ræðuna, sem er frekar löng 15:46 mín, en vel þess virði að á hana sé hlustað alla, spólið þá fram að 12:30 mín og hlustið á niðurlagið, sem er einn besti hluti hennar)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Rex Bernice Baxter Jr., 28. febrúar 1936 (77 ára); Sigurlína Jóna Baldursdóttir, 28. febrúar 1964 (49 ára).

Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is