Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2013 | 18:00

Evróputúrinn & Sólskinstúrinn: Darren Fichardt leiðir eftir 1. dag Tshwane Open

Það er Darren Fichardt frá Suður-Afríku sem leiðir eftir 1. hring Tshwane Open, sem er sameiginlegt mót Sólskinstúrsins suður-afríska og Evróputúrsins og er mót vikunnar.  Spilað er á Ernie Els hannaða Copperleaf golfvellinum í Centurion, Suður-Afríku.

Fichardt spilaði á 7 undir pari, 65 höggum; fékk 8 fugla, 9 pör  og 1 skolla.

Í 2. sæti er Svíinn Björn Åkeson, en hann er aðeins 1 höggi á eftir, lék á 6 undir pari, 66 höggum. Åkeson fékk örn, 6 fugla, 9 pör og 2 skolla.

6 kylfingar deila síðan 3. sætinu á 5 undir pari 67 höggum, en þeirra á meðal er Indverjinn Jeev Milkha Singh.

Til þess að sjá stöðuna á Tshwane Open eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: