Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2013 | 19:15

LPGA: Natalie Gulbis og Se Ri Pak á sjúkrahúsi í Singapúr

Það eru fleiri en Rory sem eru að draga sig úr golfmóti á helstu mótaröðum heims. Natalie Gulbis dró sig úr keppni eftir 1. hring HSBC Champions í Singapúr vegna veikinda. Golfkennari hennar Butch Harmon er hræddur um að hér sé um eitthvað alvarlegra að ræða en smá veikindi.

Harmon tvítaði í dag: „Ég var að frétta að SeRi og Natalie Gulbis hefðu báðar verið lagðar inn á sjúkrahús með malaríu. Ég vona að þeim batni báðum.“

Mike Scanlan fréttastjóri LPGA sagð: „SeRi er ekki með malaríu, bara flensueinkenni. Það er verið að skoða Natalie í Singapúr, en hún hefir ekki enn fengið sjúkdómsgreiningu.“

„LPGA er í sambandi við báða leikmenn,“ bætti Scanlan við.

SeRi tíaði ekki einu sinni upp í gær og Gulbis var á 75 óvenjulegum höggum fyrir hana.