Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2013 | 17:45

Evróputúrinn & Sólskinstúrinn: Charl Coetzee í forystu þegar leik er frestað á 2. degi Tshwane Open – Myndskeið

Suður-Afríku heimamaðurinn Charl Coetzee er í forystu þegar leik var frestað á 2. hring Tshwane Open, sem er sameiginlegt mót Evrópumótaraðarinnar og Sólskinstúrsins suður-afríska.

Spilað er á golfvelli Copperleaf Golf & Country Estate.

Coetzee er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 132 höggum (67 65) og spilaði glæsilega í dag, skilaði „hreinu“ skorkorti með 7 fuglum og 11 pörum.

Í 2. sæti sem stendur eru Mark Tullo og Dawie Van Der Walt á samtals 11 undir pari.

Einn í 4. sæti er bandaríski Titleist erfinginn Peter Uihlein á samtals 10 undir pari og einn í 5. sæti er franski kylfingurinn Romain Wattel, á samtals 9 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Tshwane Open þegar leik var hætt á 2. degi SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá myndskeið af hápunktum 2. dags á Tshwane Open SMELLIÐ HÉR: