Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2013 | 08:00

LPGA: Stacy Lewis hefir tekið forystu þegar HSBC Women´s Champions er hálfnað

Það er Stacy Lewis frá Bandaríkjunum, sem leiðir á HSBC Women´s Champions þegar mótið er hálfnað.

Leikið er á Serapong golfvelli, Sentosa golfklúbbsins í Singapúr.

Lewis er á samtals 11 undir pari 133 höggum (67 66) átti flottan hring upp á 6 undir pari í dag, þar sem hún skilaði „hreinu“ skorkorti með 6 fuglum og 12 pörum.

Sex kylfingar deila síðan 2. sætinu þ.á.m. forystukona gærdagsins Aza Muñoz, sem átti afleitan hring í morgun upp á 70 högg, sem ekki dugar þegar allar eru á sextíuogeitthvað. Aðrar í 2. sæti eru NY Choi, Ariya Jutanugarn, Chella Choi, Paula Creamer og Sun Young Yoo.

Nr. 1 á heimslistanum Yani Tseng er í hópi 7 kylfinga, sem deila 21. sætinu á samtals 3 undir pari, en þar á meðal eru líka Lexi Thompson og Moriya Jutanugarn, systir Ariyu, sem sigraði svo eftirminnilega á lokaúrtökumóti Q-school LPGA 2012 og Golf1 hefir þegar kynnt, SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á HSBC Women´s Champions eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: