Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2013 | 19:00

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Melanie Mätzler – (15. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l.

Þar af voru 6 stúlkur, sem deildu með sér 25. sætinu, þær: Cathryn BristowLaura JansoneHolly ClyburnJia Yun LiMelanie Maetzler og Margarita Ramos. Sú síðastnefnda var kynnt í gær en í kvöld er það Melanie Maetzler sem við kynnum…..

Fullt nafn: Melanie Maetzler.

Ríkisfang: svissnesk. 

Melanie Maetzler

Melanie Maetzler

Fæðingardagur: 9. febrúar 1988 (25 ára).

Fæðingarstaður: Walenstadt, Sviss.

Áhugamál: Skíði, skíðabretti og tennis.

Helsti árangur á áhugamannsferlinum: varð svissneskur meistari í holukeppni.

Byrjaði í golfi: 13 ára.

Helstu áhrifavaldar í golfinu: foreldrarnir

Staða á Lalla Aicha Tour School 2013: T-25.