Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2013 | 10:30

LPGA: Lewis og Choi deila efsta sætinu eftir 3. hring HSBC Women´s Champion

Það eru bandaríski kylfingurinn Stacy Lewis og Na Yeon Choi frá Suður-Kóreu, sem eru í efsta sæti fyrir HSBC Women´s Champions 2013, en leikið er á Serapong velli Sentosa golfstaðarins í Singapúr.

Lewis er samtals búin að spila á 14 undir pari, 202 höggum  (67 66 69). Í dag fékk hún 5 fugla, 11 pör og 2 skolla í hring upp á 69 högg.

Na Yeon Choi deilir 1. sætinu með Lewis, er  líka búin að spila á 14  undir pari, 202 höggum (69 66 67).

Í 3. sæti er bandaríski kylfingurinn Paula Creamer, en hún er samtals búin að spila á 12 undir pari, 204 höggum (66 67 69).

Fjórða sætinu deila þær  Ariya JutanugarnAzahara Muñoz, Sun Young Yoo og Danielle Kang, en allar eru þær búnar að spila á samtals 9 undir pari, 207 höggum.

Í 8. sæti er bandarísk/tékkneski kylfingurinn Jessica Korda á samtals 8 undir pari, 208 höggum (72 68 68).

Af öðrum áhugaverðum kylfingum mætti geta að Lexi Thompson er ásamt þeim Morgan Pressel, Pornanong Phattlum og Jiyai Shin í 13. sæti; allar eru þær búnar að spila á 6 undir pari, 210 höggum, hver.

Heimsins besta Yani Tseng deilir 19. sætinu ásamt þeim Beatriz Recari og Moriyu Jutanugarn, en þær eru allar búnar að spila á 4 undir pari, 212 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag HSBC Women´s Champions SMELLIÐ HÉR: