Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2013 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Berglind Björns og Sunna Víðis hefja leik á Kiawah Island Intercollegiate í dag

Berglind Björnsdóttir, GR og golflið UNCG og Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon hefja leik á risamótinu Kiawah Island Intercollegiate á Kiawah Island í Suður-Karólínu í dag.  Þetta er 3 daga mót sem stendur 3.-5. mars. Þátt taka 5 manna golflið frá 32 háskólum eða u.þ.b. 160 kylfingar.  Spilað er á golfvöllunum í Oak Point Golf Club & Cougar Point, en vellirnir eru hluti Kiawah Islands Golf Resort, sjá nánar með því að SMELLA HÉR:  Sunnu hefir gengið vel það sem af er keppnistímabilinu en hún sigraði á fyrsta móti sínu í bandaríska háskólagolfinu í síðustu viku þ.e. HPU Classic, sem fram fór  á golfvelli Willow Creek CC í High Point, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2013 | 03:00

PGA: Luke Guthrie og Michael Thompson leiða á Honda Classic – Hápunktar og högg 3. dags

Það eru Bandaríkjamennirnir Luke Guthrie og Michael Thompson, sem leiða eftir 3. hring Honda Classic. Báðir eru þeir búnir að spila á 8 undir pari, 202 höggum; Guthrie (68 63 71) og Thompson (67 65 70). Til þess að sjá viðtal við Thompson eftir hringinn SMELLIÐ HÉR:  Þriðja sætinu deila þeir Lee Westwood og Geoff Ogilvy 2 höggum á eftir.  Fimmta sætinu á samtals 5 undir pari deila þeir Rickie Fowler og Charles Howell III. Til þess að sjá stöðuna á Honda Classic eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Honda Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá högg 3. dags á Honda Classic Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2013 | 02:45

Tiger gefur Rory ráð

Eftir að Rory McIlroy dró sig úr Honda Classic mótinu hefir Tiger Woods  gefið Rory það ráð að íhuga vandlega hvað hann segir við fjölmiðla. Rory lét frá sér fara fréttatilkynningu eftir að hann dró sig úr Honda Classic þar sem sagði að ástæða martraðar frammistöðu hans á fyrstu 8 holum 2. hringjar mótsins á PGA National hefðu verið eymsli í endajaxli. Engu að síður talaði hann við fréttamenn þegar hann gekk af velli, sagði: „Ég er ekki á góðum stað andlega, ég get í raun ekki sagt mikið strákar. Ég er bara á slæmum stað andlega.“ Af hverju hann er ekki á góðum stað andlega hefir vakið vangaveltur meðal Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2013 | 20:02

GSG: Gísli Sigurbergs og Andri Ágústsson sigruðu á Marsmóti nr. 1 – Myndasería

Í dag fór fram í fremur köldu veðri og rigningarúða Marsmót nr. 1 á Kirkjubólsvelli þeirra Sandgerðinga. Það voru 109 keppendur sem luku leik, þar af 6 konur.  Golf 1 var á staðnum og tók nokkrar myndir sem sjá má með því að SMELLA HÉR:  Meðal keppenda var Ólafur Örn Ólafsson, GKB, sem átti 57 ára afmæli í dag og ákvað að verja hluta dagsins úti á velli! Leikfyrirkomulag var sem fyrr höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf og voru veitt 1 verðlaun fyrir besta skor og 3 verðlaun fyrir efstu 3 sætin í punktakeppninni. Með besta skorið var Gísli Sveinbergsson, GK; lék á 74 glæsihöggum, fékk 4 fugla, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2013 | 20:00

Marsmót nr. 1 hjá GSG – 2. mars 2013

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2013 | 19:00

Golfgrín á laugardegi: Á kvennateig – Myndskeið

Hér er einn gamall og góður af kylfingi sem er að reyna að slá boltanum sínum af kvennateig. Hann fær ekki frið til þess að slá vegna óþægilegs vallarstarfsmans, svo ekki sé meira sagt. Siðareglan um að hafa ekki hátt á golfvelli er ekki höfð í hávegum hér! Best er að þið skoðið myndskeiðið sjálf – en golfbrandarinn gamli er hér leikinn SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2013 | 18:30

Evróputúrinn & Sólskinstúrinn: Coetzee, Fichardt, Tullo og Van Der Walt, í forystu fyrir lokahringinn á Tshwane Open

Það eru fjórmenningarnir George Coetzee, Darren Fichardt, og Dawie Van Der Walt frá Suður-Afríku og Mark Tullo frá Chile,  sem leiða fyrir lokahringinn á Tchwane Open, sem fram fer í Copperleaf Golf & Country Club Estate. Allir eru þeir búnir að spila á samtals 16 undir pari, 200 höggum; Coetzee (6765 68); Fichardt (65 71 64); Van Der Walt (68 65 67) og Tullo (67 66 67). Enn einn heimamaðurinn Louis De Jager er á 5. sæti, á 15 undir pari, 201 höggi (71 65 65). Titleist erfinginn bandaríski Peter Uihlein er einn í 6. sæti á samtals 14 undir pari, 202 höggum (68 66 68) og David Howell er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2013 | 15:00

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Jia Yun Li – (16. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þar af voru 6 stúlkur, sem deildu með sér 25. sætinu, þær: Cathryn Bristow. Laura Jansone, Holly Clyburn, Jia Yun Li, Melanie Mätzler og Margarita Ramos. Melanie Mätzler og Margarita Ramos hafa þegar verið  kynntar en í kvöld er það Jia Yun Li sem við kynnum….. Áður en kynningin hefst er e.t.v. rétt að geta skemmtilegs viðtals LET við Li sem sjá má með því að SMELLA HÉR:  Fullt nafn: Jia Yun Li. Ríkisfang: kínversk.  Fæðingardagur:   29. ágúst 1988 (24 ára). Gerðist Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2013 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: David G. Barnwell – 2. mars 2013

Það er golfkennarinn David George Barnwell sem er afmæliskylfingur dagsins. David er fæddur 2. mars 1961 og á því 52 ára afmæli  í dag. David er Englendingur, sem starfað hefir við golfkennslu hér á landi með hléum í yfir 20 ár. Hann hefir m.a. kennt á Norðurlandi hjá GA og GH og nú síðast hjá Pro Golf, sem hann starfaði einnig hjá 2007 og 2008.  David er einn af stofnendum PGA á Íslandi. David Barnwell er í sambúð með Evelinu Januleviciute.  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: David George Barnwell (52 ára – Til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2013 | 11:15

GHG: Opið hús fyrir kylfinga í Hamarshöllinni, Hveragerði, í dag kl. 14:30-17:00

Golfklúbbur Hveragerðis býður öllum núverandi og verðandi kylfingum að kynna sér og prófa þá frábæru golfaðstöðu, sem hann hefir aðgang að í nýja íþróttahúsinu í Hveragerði, Hamarshöllinni. Næstkomandi laugardag, 2. mars 2013, milli kl. 14:30-17:00 verður opið hús í Hamarshöllinni,  fyrir kylfinga. Einar Lyng, golfkennari, verður með púttstrokumælingar. Hole in One verður með sveiflumælingar, með öllum nýjustu kylfunum, frá öllum helstu framleiðendum. Ecco kynnir það nýjasta í golfskóm og Kjörís býður börnunum glaðning.  Almar bakari býður upp á ljúffengt með kaffinu. Gufudalsvöllur, sá heitasti!!!