Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2013 | 18:15

PGA: Rory dregur sig úr Honda Classic vegna tannverkjar

Heimsins besti, Rory McIlroy, gekk af PGA National Champions golfvellinum í Palm Beach Gardens í dag eftir að hafa aðeins klárað 8 holur á 2. hring sínum á Honda Classic mótinu.

Rory hætti eftir að hann sló 2. högg sitt í vatn á 18. holu – 9. braut sinni í dag – og var þar með kominn í 7 yfir parið í dag.  Hann sagði við blaðamenn þegar hann gekk af vellinum að sér liði ekki vel.

Seinna sendi Rory frá sér fréttatilkynningu þar sem hann sagði að eymsli í endajaxli væri ástæðan fyrir því að hann drægi sig úr mótinu.

„Ég hef þjáðst af sársauka í endajaxli, sem mun verða dreginn úr í nánustu framtíð,“ sagði hann.

„Þetta var mjög sárt aftur í morgun og ég gat einfaldlega ekki einbeitt mér. Þetta háði mér og var farið að hafa áhrif á þá sem ég spilaði með.“

„Ég kom hingað með þá fyrirætlun að verja Honda Classic titil minn. Jafnvel þó niðurstöðurnar hafi ekki sýnt það finnst mér  sem leikur minn hafi tekið nýja stefnu.

Blaðafulltrúi BBC Sport, Ian Carter, sem staddur er í Palm Beach Gardens, sagði að Rory hefði stuttlega talað við blaðamenn þegar hann yfirgaf bílastæðið við völlinn.

„Eftir 9. holuna tók hann upp boltann sinn, tók í hönd þeirra sem hann spilaði með, fór beint á bílastæðið og keyrði í burtu og sagði aðeins að hann væri ekki á góðum stað andlega séð (ens.: He is not in a good place mentally“)“ sagði Carter.

Rory skipti s.s. allir vita um kylfur í byrjun árs 2013 eftir að hafa ritað undir himinháan samning ivð Nike, en hefir átt í vandræðum með leik sinn síðan…. þ.e. komst ekki í gegnum niðurskurð í Abu Dhabi og datt út í 1. umferð á heimsmótinu í holukeppni.

Rory náði aðeins sléttu pari, 70 höggum í gær og aðspurður um nýju kylfurnr sagði hann m.a. að sér findist hann hafa slegið boltann OK, en ekki eins vel og hann gæti, en þetta væri allt í réttu átt.“

Hvað sem öðru líður þá var leikur hans í morgunn hræðilegur og ekki sæmandi nr. 1 á heimslistanum.  Hann hóf 2 hring á því að fá þrefaldan skolla, skramba og tvo skolla á fyrstu 8 holum sínum, nánast eins og byrjandi!

Á 9. holu sinni á hringnum (Rory byrjaði á 10. teig) hitti hann braut í upphafshöggi sínu en aðhögg hans lenti í vatni og þá hætti hinn 23 ára Norður-Íri bara og bar við tannpínu!