Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2013 | 08:55

GL: Guðmundur Sigvaldason ráðinn framkvæmdastjóri

Guðmundur Sigvaldason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Leynis á Akranesi. Hann tekur við starfinu af Gylfa Sigurðssyni sem hefur verið framkvæmdastjóri síðastliðinn fimm ár. Guðmundur var valinn úr stórum hópi umsækjenda. Hann hefur undanfarin 17 ár starfað hjá verkfræðistofunni Mannviti og unnið ýmis stjórnunar- og ráðgjafastörf tengd verkfræðiráðgjöf. Guðmundur er viðskiptafræðingur með MBA próf frá Háskóla Íslands og raf- og rekstrariðnfræðingur frá Tækniskóla Íslands. Í tilkynningu frá Leyni segir að nú þegar Golfklúbburinn Leynir hafi tekið við rekstri Garðavallar á nýjan leik eftir fimm ára hlé muni framkvæmdastjóri vinna að því að byggja stoðir undir rekstur klúbbsins til framtíðar. Framundan er mikið uppbyggingartímabil hjá GL. Stefnt er að því að ljúka Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2013 | 08:00

Rory þykir leitt að hafa hætt í Honda mótinu

„Ég bara brást við og ákvörðunin var tekin á staðnum,“ sagði Rory McIlroy í viðtali við  Sports Illustrated, um ákvörðun sína að hætta við titilvörn sína í miðju Honda Classic mótinu. „Það sem ég hefði átt að gera er að droppa boltanum (eftir að Rory setti hann út í vatn), reyna að ná 5 (þ.e. pari) og berjast á seinni 9, jafnvel þó útkoman hefði verið 85.“ „Það sem ég gerði var ekki gott fyrir mótið, ekki gott fyrir krakkana og áhangendurna, sem voru að fylgjast með mér – þetta var ekki rétt af mér.“ Aðspurður um nýja golfútbúnaðinn frá Nike og hvort honum sé um að kenna sagði Rory: Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2013 | 18:45

Viðtalið: Sigurvegari í punktakeppni Marsmóts nr. 1 í Sandgerði – Ellert Arnbjörnsson, GK – Komst undir 80 í fyrsta sinn á ferlinum!

Viðtalið í kvöld er við Ellert Arnbjörnsson, sigurvegara í punktakeppnishluta Marsmóts nr. 1 á Kirkjubólsvelli þeirra Sandgerðinga s.l. laugardag, 2. mars 2013. Það voru upphaflega 3 sem voru efstir og jafnir í 1. sæti og var besta skor á seinni 9 notað til að ákvarða sigurvegara í punktakeppninni.  Ellert var með 20 punkta á seinni 9, en samt var talið í fyrstu að annar kylfingur, Andri Ágústsson, GKJ, hefði hreppt 1. sætið með 21 punkt og greindi Golf 1 m.a. frá þessum röngu úrslitum.  Þau voru síðan leiðrétt á sunnudag og Ellert réttnefndur sigurvegari punktakeppnishlutans á golf.is, en þá var Golf1 löngu búið að birta úrslitafrétt og biður hlutaðeigandi afsökunar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2013 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Holly Clyburn – (17. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þar af voru 6 stúlkur, sem deildu með sér 25. sætinu, þær: Cathryn Bristow, Laura Jansone, Holly Clyburn, Jia Yun Li, Melanie Mätzler og Margarita Ramos. Jia Yun Li, Melanie Mätzler og Margarita Ramos hafa þegar verið  kynntar en í kvöld er það Holly Clyburn sem við kynnum….. Fullt nafn: Holly Clyburn. Ríkisfang: ensk.  Fæðingardagur: 7. febrúar 1991 (22 ára). Fæðingarstaður: Grimsby. Gerðist atvinnumaður: í október 2012 Hæð: 1,62 cm. Hárlitur: ljóshærð Augnlitur: blár Byrjaði í golfi: 6 ára Helstu áhrifavaldar í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2013 | 17:45

Evróputúrinn: Aðhögg Chris Wood á 18. á Qatar Masters valið högg janúarmánuðar

Undrahögg Chris Wood að 18. flöt á Commercial Bank Qatar Masters var valið högg janúarmánaðar á Evrópumótaröðinni með 27% atkvæða golfáhangenda, sem kusu á netinu. Wood varð að ná fugli á par-5 18. brautinni á golfvelli Doha golfklúbbsins til þess að knýja fram 3 manna umspil þ.e. við þá George Coetzee og Sergio Garcia. En… Chris Wood bætti um betur þökk sé frábæru aðhöggi hans með 6-járninu, en hann setti boltann 4 metra frá stöng og arnarpúttið hans datt og þar með var titillinn hans og fyrsti sigurinn á Evróputúrnum!!! Fyrir lokahringinn var Wood með 3 högga forystu og viðurkenndi eftir sigurinn að hann hefði forðast að horfa á skortöfluna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2013 | 17:15

SÍGÍ: Frá aðalfundi – Daníel Harley valinn golfvallarstjóri ársins – Kristinn V. Jóhannsson fótboltavallarstjóri ársins

Aðalfundur SÍGÍ fór fram um s.l. helgi og stóðu samtökin fyrir ráðstefnu um uppbyggingu og viðhald knattspyrnu- og golfvalla. Þátttaka á ráðstefnunni, sem var alíslensk var góð og mættu um 50 manns. Stjórn SÍGÍ tók ákvörðun um að velja vallarstjóra ársins fyrir knattspyrnuvelli og golfvelli. Það voru aðilar innan fótboltahreyfingarinnar og golfhreyfingarinnar, sem stóðu að valinu. Svo fór að Daníel Harley, vallarstjóri Golfklúbbsins Keilis fékk nafnbótina vallarstjóri ársins 2012 hjá kylfingum og Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli varð fyrir valinu, sem vallarstjóri ársins hjá fótboltanum. Heimild: SÍGÍ

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2013 | 16:45

Golf Boys með nýtt tónlistarmyndband „2.OH“

Golf Boys, þeir Hunter Mahan, Bubba Watson, Rickie Fowler og Ben Crane eru komnir út með nýtt mynskeið 2. OH. Myndskeiðið kom út í dag, 4. mars 2013.  Spurning hvort það verði jafnt vinsælt og fyrra lag Golf Boys „Oh Oh Oh“ en búið er að smella á það 6 milljón sinnum á You Tube. Ef hlustað er vel koma ýmsir þekktir kylfingar fyrir í textanum, fyrir utan Golf Boys sjálfa s.s. Ben Crane og Rickie Fowler er minnst á þá Kevin Na og Jason Day. Já, þetta á eflaust eftir að slá í gegn líkt og fyrra myndskeiðið!!! Til þess að sjá 2. OH með Golf Boys SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2013 | 15:00

Heimslistinn: Michael Thompson kominn í 45. sætið – Luke Guthrie fer upp í 64. sætið

Michael Thompson, sem sigraði í gær á Honda Classic mótinu á PGA National í Palm Beach Gardens, Flórída fer upp um heil  69 sæti á heimslistanum, en hann var í 114. sæti hans fyrir mótið en er nú kominn í 45. sætið! Luke Guthrie, sem var í forystu allt mótið tekur líka stökk upp lístann, fer upp um 42 sæti úr 106 í 64. sætið. Dawie Van Der Walt sem sigraði á móti Evrópumótaraðarinnar: Tshwane Open fer úr 436. sætinu sem hann var í fyrir mótið í 223. sætið eða upp um heil 213 sæti og er eflaust hástökkvari vikunnar á heimslistanum! Staða efstu manna á heimslistanum er óbreytt.  Rory, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2013 | 14:30

Bandaríska háskólagolfið: Sunna og Elon í 6. sæti af 32 þátttakendum í liðakeppninni – Berglind og UNCG T-13 eftir 1. dag Kiawah Island Intercollegiate

Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon og Berglind Björnsdóttir, GR og golflið UNCG leika 3.-5. mars á  Kiawah Island Intercollegiate á Kiawah Island í Suður-Karólínu. Þátttakendur eru 172  frá 32 háskólum   Spilað er á golfvöllunum í Oak Point Golf Club & Cougar Point, en vellirnir eru hluti Kiawah Islands Golf Resort, sjá nánar með því að SMELLA HÉR:  Í gær var 1. hringur spilaður og var Sunna á 3. besta skori golfliðs Elon sem er í 6. sæti í liðakeppninni, sem er góður árangur miðað við þann fjölda liða sem þátt taka eða 32. Berglindi gekk líka vel, en hún var á 4. besta skori UNCG og taldi skor hennar í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2013 | 14:00

EPD: Þórður Rafn úr leik á Open Al Maaden mótinu í Marokkó

Þórður Rafn Gissurarson, GR, spilaði í dag annan hring sinn  á Open Al Maaden mótinu, sem er hluti af  þýsku EPD-mótaröðinni, en mótið hófst í gær.  Spilað er á golfvelli Almaaden golfstaðarins í Marakesch, Marokkó. Þátttakendur í mótinu eru 120. Þórður Rafn lék í gær á pari, 72 höggum; fékk 3 fugla, 12 pör og 3 skolla og var í 60. sæti eftir 1. keppnisdag. Í dag gekk verr, en Þórður Rafn var á 5 yfir pari, 77 höggum og er nokkuð ljóst á þessari stundu að hann kemst ekki í gegnum niðurskurð, þótt nokkrir eigi eftir að ljúka leik, en sem stendur er niðurskurður miðaður við 2 undir pari. Þjóðverjinn Lesa meira