Afmæliskylfingur dagsins: Sir Patrick Moore – 4. mars 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Sir Patrick Alfred Caldwell-Moore, CBE, FRS, FRAS. Hann var fæddur 4. mars 1923 og hefði því átt 90 ára merkisafmæli í dag, en hann dó 9. desember 2012. Moore var áhugamaður um stjörnufræði og var þekktur rithöfundur á því sviði, rannsóknarmaður, útvarps-og sjónvarpsmaður. Moore var forseti British Astronomical Association, og einn af stofnendum og forseti the Society for Popular Astronomy (SPA) og auk þess höfundur 70 bóka um stjörnufræði og þáttastjórnandi í þeim þætti sem gekk lengst í sjónvarpi í heiminum um stjörnufræði á BBC: The Sky at Night. Hann var sérfræðingur í athugunum á tunglinu og fyrir að búa til Caldwell skrána. Hann var áhugamaður í krikkett Lesa meira
LPGA: Yani Tseng hefir engar áhyggjur af að tapa toppsætinu á Rolex-heimslista kvenna
Yani Tseng frá Taíwan hefir ekki nokkrar áhyggjur af að tapa efsta sæti sínu á LPGA Tour og trúir því jafnvel að það geti orðið til þess að umbreyting verði á leik hennar og hún taki sig á. Tseng, sem er fimmfaldur risamótsmeistari kvenna hefir verið nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna í 2 ár, en Na Yon Choi frá Suður-Kóreu og Stacy Lewis frá Bandaríkjunum, sem sigraði í gær á HSBC Women´s Champions mótinu í Singapúr, hafa gert harða atlögu að 1. sætinu. Á nýjum heimslista kvenna sem birtist í dag, var Tseng með 9,53 stig meðan NY Choi var með 8.85 stig og Stacy Lewis er komin úr fjórða Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Michael Thompson?
Eftir gærdaginn, 3. mars 2013, ætti nafn Michael Thompson að vera þekktara en dagana þar áður, því hann vann glæsilega á Honda Classic mótinu, sem fram fór á PGA National golfvellinum í Palm Beach Gardens, átti 2 högg á Ástralann Geoff Ogilvy. Þetta var fysti sigur hans á PGA Tour! Thompson komst einnig í fréttirnar þegar hann var í forystu eftir 1. dag US Open 2012 á glæsilegum -4 undir pari, 66 höggum. Um sjálfan sig sagði hann þá, að hann væri frekar óþekktur kylfingur „Látið Tiger um að vera í kastljósinu“ sagði hann m.a. í viðtali sem hann veitti eftir glæsihring sinn þá. „Ég veit að ég er ekki Lesa meira
PGA: Michael Thompson sigurvegari á Honda Classic – Hápunktar og högg 4. hrings
Bandaríkjamaðurinn Michael Thompson stóð uppi sem sigurvegari á Honda Classic móti, PGA mótaraðarinnar á PGA National golfvellinum í gær. Þetta er fyrsti sigur Thompson á PGA og fagnaði hann að vonum vel og innilega í mótslok. Thompson lék á samtals 9 undir pari, 271 höggi (67 65 70 69). Í 2. sæti var Ástralinn Geoff Ogilvy, 2 höggum á eftir, var á samtals 7 undir pari, 273 höggum (68 66 70 69). Luke Guthrie var í 3. sæti á samtals 5 undir pari. Fimm kylfingar deildu 4. sæti á samtals 3 undir pari, þ.á.m. Keegan Bradley og Justin Rose. Í 9. sæti á samtals 2 undir pari voru þeir Graham Lesa meira
Evróputúrinn & Sólskinstúrinn: Dawie Van Der Walt vinnur fyrsta sigur sinn á Evrópumótaröðinni – á Tshwane Open
Dawie Van Der Walt var að vinna fyrsta sigur sinn á Evrópumótaröðinni nú rétt í þessu á Tshwane Open mótinu, sem fram hefir farið í Copperleaf Golf & Country Estate. Van Der Walt lék á samtals 21 undir pari, 267 höggum (68 65 67 67). Í 2. sæti 2 höggum á eftir Van Der Walt varð Darren Fichardt, sem búinn var að leiða mestallt mótið. Hann spilaði samtals á 19 undir pari, 269 höggum (65 71 64 69). Í þriðja sætinu varð Louis De Jager á 18 undir pari og í 4. sæti varð síðan sá fyrsti sem ekki var frá Suður-Afríku, Peter Uihlein frá Bandaríkjunum á samtals 17 undir Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Sirrí Braga og Ólafur Darri Ólafsson – 3. mars 2013
Afmæliskylfingar dagsins eru þau Sirrí Braga og Ólafur Darri Ólafsson. Sirrí Braga er fædd 3. mars 1943 og á því 70 ára stórafmæli í dag!!! Ólafur Darri er fæddur 3. mars 1973 og á því 40 ára merkisafmæli í dag. Sirrí er mikill listamaður, mikill Siglfirðingur og áhugamaður um golf. Ólafur Darri er einnig listamaður og hefir m.a. tekið þátt í Artist Open golfmótunum og staðið sig vel! Komast má á facebook síður þeirra Sirrí og Ólafs Darra til þess að óska þeim til hamingju með merkisafmælin hér að neðan: Sirri Braga (70 ára stórafmæli!!! – Innilega til hamingju!!!) Ólafur Darri Ólafsson F. 3. mars 1973 (40 ára afmæli!!! – Innilega til hamingju!!!) Lesa meira
Evróputúrinn & Sólskinstúrinn: Tshwane Open í beinni á netinu (Útsending hefst kl. 11:30)
Mót vikunnar á Evróputúrnum er Tshwane Open, sem er samstarfsverkefni við Sólskinstúrinn suður-afríska. Spilað er á golfvelli Copperleaf Golf & Country Estate í Centurion, Suður-Afríku. Það er meistari Opna breska 2012, Ernie Els, sem hannaði Copperleaf völlin. Til þess að sjá frá Tshwane Open í beinni SMELLIÐ HÉR: (Útsending hefst kl. 11:30) Til þess að fylgjast með stöðunni á Tshwane Open SMELLIÐ HÉR:
Lee Westwood kann vel við sig í Flórída
Lee Westwood frá Notthinghamshire á Englandi hefir staðið í flutningum síðan um jólaleytið, frá Englandi til Flórída og …. honum líður nú þegar bara eins og heima hjá sér á nýja staðnum. „Það eru lífsgæðin hér og hversu allt er auðvelt. Ekkert er vandamál og það er algert dekur að spila á þessari mótaröð (PGA),“ sagði Westwood við blaðamenn eftir að hann kom inn á 70 höggum á 3. hring Honda Classic í gær og er nú aðeins 2 höggum á eftir forystumönnunum þeim Guthrie og Thompson. Í síðustu viku var endanlega gengið frá flutningunum og allt orðið löglegt og opinbett og nú er heimili Westwood rétt við Old Palm Lesa meira
LPGA: Stacy Lewis sigraði á HSBC Women´s Champions 2013 í morgun
Það var Stacy Lewis frá Bandaríkjunum sem stóð uppi sem sigurvegari á HSBC Women´s Champions 2013, á Serapong golfvelli Sentosa golfstaðarins í Singapúr í morgun. Lewis spilaði á samtals 15 undir pari, 273 höggum (67 66 69 71). Í dag á lokahringnum átti hún sinn slakasta hring í mótinu, fékk 3 skolla, sem hún tók aftur með 1 erni og 2 fuglum og lauk því mótinu á 1 undir pari. Fyrir sigurinn hlaut Lewis tékka upp á $ 210.000,- (u.þ.b. 25 milljónir íslenskra króna). Í 2. sæti varð Na Yeon Choi frá Suður-Kóreu aðeins 1 höggi á eftir Lewis. Í 3. sæti varð svo Paula Creamer, sem spilaði í mótinu Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra efst í liði sínu á Cal Classic – hefur leik í San Jose á morgun
Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og golflið USF tók dagana 25.-26. febrúar s.l. þátt í Cal Classic mótinu, í Livermore, Kaliforníu. Spilað var á golfvelli Ruby Hills golfklúbbsins. Þátttakendur voru 60 kylfingar frá 11 háskólum. Eygló Myrra stóð sig best af liði USF – spilaði hringina 2, á 8 yfir pari, 152 höggum (78 74) og varð T-22. Það sama verður ekki sagt um liðsfélagana, sem voru í 34. sæti, 45. sæti og 57.-58. sæti og því varð USF í 11. og neðsta sæti í liðakeppninni. Eygló Myrra og USF hefja leik á Juli Inkster Spartan Invite á morgun, en þá er spilað á golfvelli Almaden golfklúbbsins í San Jose, Lesa meira










