Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2013 | 17:15

SÍGÍ: Frá aðalfundi – Daníel Harley valinn golfvallarstjóri ársins – Kristinn V. Jóhannsson fótboltavallarstjóri ársins

Aðalfundur SÍGÍ fór fram um s.l. helgi og stóðu samtökin fyrir ráðstefnu um uppbyggingu og viðhald knattspyrnu- og golfvalla.

Þátttaka á ráðstefnunni, sem var alíslensk var góð og mættu um 50 manns.

Vallarstjórar á aðalfundi 2013. Mynd: SÍGÍ

Vallarstjórar á aðalfundi 2013. Mynd: SÍGÍ

Stjórn SÍGÍ tók ákvörðun um að velja vallarstjóra ársins fyrir knattspyrnuvelli og golfvelli.

Það voru aðilar innan fótboltahreyfingarinnar og golfhreyfingarinnar, sem stóðu að valinu.

Svo fór að Daníel Harley, vallarstjóri Golfklúbbsins Keilis fékk nafnbótina vallarstjóri ársins 2012 hjá kylfingum og Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli varð fyrir valinu, sem vallarstjóri ársins hjá fótboltanum.

Heimild: SÍGÍ