Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2013 | 14:30

Bandaríska háskólagolfið: Sunna og Elon í 6. sæti af 32 þátttakendum í liðakeppninni – Berglind og UNCG T-13 eftir 1. dag Kiawah Island Intercollegiate

Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon og Berglind Björnsdóttir, GR og golflið UNCG leika 3.-5. mars á  Kiawah Island Intercollegiate á Kiawah Island í Suður-Karólínu.

Þátttakendur eru 172  frá 32 háskólum   Spilað er á golfvöllunum í Oak Point Golf Club & Cougar Point, en vellirnir eru hluti Kiawah Islands Golf Resort, sjá nánar með því að SMELLA HÉR: 

Í gær var 1. hringur spilaður og var Sunna á 3. besta skori golfliðs Elon sem er í 6. sæti í liðakeppninni, sem er góður árangur miðað við þann fjölda liða sem þátt taka eða 32.

Berglindi gekk líka vel, en hún var á 4. besta skori UNCG og taldi skor hennar í árangri UNCG, sem er T-13 í liðakeppninni (þ.e. jafn öðrum háskóla).

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Kiawah Island Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: