
Heimslistinn: Michael Thompson kominn í 45. sætið – Luke Guthrie fer upp í 64. sætið
Michael Thompson, sem sigraði í gær á Honda Classic mótinu á PGA National í Palm Beach Gardens, Flórída fer upp um heil 69 sæti á heimslistanum, en hann var í 114. sæti hans fyrir mótið en er nú kominn í 45. sætið!
Luke Guthrie, sem var í forystu allt mótið tekur líka stökk upp lístann, fer upp um 42 sæti úr 106 í 64. sætið.
Dawie Van Der Walt sem sigraði á móti Evrópumótaraðarinnar: Tshwane Open fer úr 436. sætinu sem hann var í fyrir mótið í 223. sætið eða upp um heil 213 sæti og er eflaust hástökkvari vikunnar á heimslistanum!
Staða efstu manna á heimslistanum er óbreytt. Rory, sem gekk úr Honda Classic mótinu andlega veiklaður og með tannpínu, trónir enn í 1. sæti með 11.45 stig; Tiger kemur næstur með 8,75 stig; í 3. sæti er sem fyrr Luke Donald með 7,20 stig og í 4. sæti er Brandt Snedeker með 6.64 stig.
Breyting er á 5. sætinu en í það fer Justin Rose eftir topp-10 árangur á Honda Classic; hefir sætaskipti við Louis Oosthuizen, sem kominn er niður í 6. sætið.
Skipan í 7.-10. sæti heimslistans er óbreytt frá síðustu viku: í 7. sæti er Adam Scott; í 8. sæti er Matt Kuchar; í 9. sæti er Lee Westwood og í 10. sæti er Ian Poulter.
Sjá má stöðu efstu manna á heimslistanum í þessari viku með því að SMELLA HÉR:
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jens Gud ———-– 8. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 01:00 PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo
- maí. 8. 2022 | 00:01 LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open
- maí. 7. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (19/2022)
- maí. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022
- maí. 7. 2022 | 12:30 Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska
- maí. 7. 2022 | 06:45 PGA: Day leiðir e. 2. dag Wells Fargo
- maí. 7. 2022 | 06:00 LET: Koivisto efst e. 2. dag Madrid Open
- maí. 6. 2022 | 23:00 NGL: Bjarki bestur íslensku kylfinganna á Barncancerfonden Open
- maí. 6. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Long í forystu e. 2. dag á The Belfry
- maí. 6. 2022 | 18:00 Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur Kristins íþróttakona ársins hjá EKU
- maí. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Dean Larsson – 6. maí 2022