Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2013 | 09:20

Bandaríska háskólagolfið: Sunna hefur leik á Eagle Landing Invite í Flórída í dag

Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon hefja leik í dag á JMU/Eagle Landing Invite, í Orange Park, Flórída.

Spilað er í Eagle Landing golfklúbbnum í Orange Park, Flórída og má skoða heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR: 

Völlurinn er 7037 yarda par-72 hannaður af Clyde Johnston.

Þátttakendur í mótinu eru u.þ.b. 70 frá 13 háskólum.

Fylgjast má með gengi Sunnu og golfliðs Elon á Eagle Landing í Flórída með því að SMELLA HÉR: