Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2013 | 12:00

GA: Friðrik verður aðstoðargolfkennari og Stefanía Kristín golfleiðbeinandi hjá GA sumarið 2013

Friðrik Gunnarsson, Frikki hefur verið ráðinn aðstoðargolfkennari hjá GA í sumar.

Friðrik hefur skrifað undir samning við Golfklúbb Akureyrar og mun hann hefja störf í byrjun júni. Friðrik hóf nám í golfkennaraskóla PGA núna í haust. Hann mun vera Brian til aðstoðar við barna- og unglinga kennslu og almenna kennslu í sumar.

Friðrik hefur um árabil starfað hjá Golfklúbbi Akureyrar bæði í veitingasölu, í afgreiðslu og við kennslu.

Auk Friðriks hefur Stefanía Kristín Valgeirsdóttir verið ráðin sem golfleiðbeinandi í sumar og mun hennar aðalstarf vera að aðstoða við kennslu og þjálfun yngri og eldri flokka stúlkna. Stefanía stundar nám í Pfeiffer University í Norður-Karólínu og spilar hún fyrir golflið skólans með námi.