Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2013 | 09:00

PGA: Phil Mickelson útskýrir ótrúlegt högg sitt af golfbílabrautinni á 1. hring WGC-Cadillac Championship – Myndskeið

Hér er komið að raunhæfu úrlausnarefni í golfi:  Golfboltinn ykkar lendir á golfbílabrautinni/gögustígnum 10 metra frá stöng á flötinni. Hvað gerið þið? Bölsótist yfir óheppni ykkar?  Leikur og dagurinn e.t.v. vikan ónýt?

Það „örugga“ í stöðunni er að fá lausn af vegi og droppa boltanum einhvers staðar, helst þar sem hann er sláanlegur.

En ekki ef þið eruð  Phil Mickelson.

Mickelson stóð frammi fyrir nákvæmlega þessu við 17. flöt Bláa Skrímslisins á Doral í gær á WGC-Cadillac Championship.  Hann sló boltann beint af veginum, hann lenti örskammt frá pinna…. og hann sagði m.a. eftir á að sér hefði fundist höggið auðvelt …. og að allir ættu að geta slegið það.

Í meðfylgjandi myndskeiði lýsir hann því hvernig hann sló höggið góða, sem valið var högg gærdagsins (þ.e. 1. dags) á WGC Cadillac Championship

Til að sjá skýringar Phil Mickelson við höggið  SMELLIÐ HÉR: