Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2013 | 19:45

Nýju strákarnir á PGA Tour 2013: Donald Constable Jr. – (5. grein af 26)

Hér verður fram haldið með nýja greinaröð á Golf 1 þar sem efstu 26 í lokaúrtökumóti Q-school PGA , sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012, í La Quinta, Kaliforníu og hlutu í kjölfarið kortið sitt, þ.e. þátttökurétt á PGA Tour 2013, verða kynntir stuttlega. Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25. sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Að þessu sinni voru 5 kylfingar jafnir í 22. sætinu, þeir: Constable Jr., Bobby Gates, Henrik Norlander, Chez Reavie og Patrick Reed og alls 26 sem hlutu kortið á PGA Tour, sem marga dreymir um. Allir nema Donald Constable Jr. hafa verið kynntir og verður Constable Jr. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2013 | 16:00

Golfgrín á laugardegi – Býflugan – Myndskeið

Það eru allskyns dýr sem maður kemst í tæri við úti á golfvelli og mismunandi góðkynjuð …. eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeið. Þetta er brandari á ensku sem í raun er ekki hægt að þýða. Strákurinn sem kemur aðvífandi í golfbílnum spyr: „What´s the bet? (Hvert er veðmálið?)  og er svarað: „Þetta er býfluga (ens. bee) en ekki bat, þ.e. leðurblaka  (hljómar eins og bet þ.e. veðmál og því um fyndinn orðaleik að ræða hér). En svo þetta allt skýrist er best að horfa á meðfylgjandi myndskeið SMELLIÐ HÉR:  

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2013 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Stuart Grosvenor Stickney – 9. mars 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Stuart Grosvenor Stickney (f. 9. mars 1877 – d. 24. september 1932) en hann hefði orðið 136 ára í dag. Stickney var bandarískur kylfingur sem keppti á Sumarólympíuleikunum 1904 í St. Louis í golfi. Stickney var hluti af banadríska liðinu sem vann silfur. Hann varð í 15. sæti í einstaklingskeppninni.  Eins vann Stickney Trans-Mississippi Amateur, árið 1913.  Stu ásamt bróður sínu Art, sem einnig var í silfurliði Bandaríkjanna 1904 störfuðu sem verðbréfamiðlarar í St. Louis. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Marlene Streit (Kanada), 9. mars 1934 (79 ára) …. og ….. Hans Friðrik Hilaríus Guðmundsson (22 ára) Sigursteinn Brynjólfsson (41 árs) Url Handverk (18 ára) Raul Rosas Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2013 | 13:00

PGA: Andres Romero leiðir með 1 höggi þegar Puerto Rico Open er hálfnað – Hápunktar og högg 2. dags

Argentínski kylfingurinn Andres Romero hefir tekið forystu í Puerto Rico Open, sem er mót vikunnar á PGA Tour, en skartar fáum þekktum nöfnum þar sem 64 bestu eru á WGC-Cadillac Championship á Doral í Miami, Flórída. Puerto Rico Open fer fram á  Trump International golfvellinum í Rio Grande, Puerto Rico. Andres Romero hefir í seinni tíð helst komist í fréttirnar vegna frægs kylfusveins sem hann var með á Opna breska s.l. sumar, en þar notaðist Romero við engan annan en vin sinn og landa Carlos Tevez, framherja Manchester City og vakti mikla athygli sjá með því að SMELLA HÉR:  Samtals er Romero búinn að spila á 14 undir pari, 130 höggum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2013 | 12:30

Greg Norman nýr aðstoðarþjálfari Ólympíuliðs Kína

Tvöfaldur sigurvegari á Opna breska, Greg Norman, hefir verið útnefndur þjálfari kínverska Ólympíuliðsins. Árið 2016 verður golf í fyrsta skipti aftur ólympíugrein, en svo hefir ekki verið heila öld eða allt frá árinu 1904. Kínverska golfsambandið hefir beðið Norman að vera þjálfara golflandsliðs Kína til ráðgjafar. Meðal verkefna fyrrverandi nr. 1 á heimslistanum (Greg Norman) verður að þróa golfæfingaráætlun og velja bestu kylfinga Kína á leikana í Brasilíu. Greg Norman sagði að þetta væri mikill heiður að vera útnefndur þjálfari og þar hefði m.a. ráðið 35 ára reynsla hans sem alþjóðlegs leikmanns. Í samvinnu við kínverska golfsambandið mun Norman reyna að bæta stöðu Kína í golfheiminum, langt umfram Ólympíuleikana.  Norman Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2013 | 11:45

Bandaríska háskólagolfið: Sunna og Elon í 2. sæti eftir 1. dag Eagle Landing mótsins

Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon hófu í gær leik á JMU/Eagle Landing Invite, í Orange Park, Flórída. Spilað er í Eagle Landing golfklúbbnum í Orange Park, Flórída og má skoða heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR:  Völlurinn er 7037 yarda par-72 hannaður af Clyde Johnston. Þátttakendur í mótinu eru 97 frá 17 háskólum. Eftir 1. dag eru Sunna og golflið Elon í 2. sæti í mótinu, í liðakeppninni. Í einstaklingskeppninni lék Sunna  á 5 yfir pari, 77 höggum og er í 47. sæti sem stendur.  Hún var á 4.-5. besta skori í liði sínu og taldi skor hennar. Fylgjast má með gengi Sunnu og golfliðs Elon á Eagle Landing í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2013 | 11:30

Bubba kaupir hús af Tiger í Isleworth

Bubba Watson hefir keypt gamla húsið hans Tiger í  Isleworth, en Bubba staðfesti að hann og eiginkona hans Angie myndu flytjast frá Scottsdale, Arizona, með ættleiddan son sinn Caleb til Flórída, líkt og margir PGA Tour leikmenn hafa verið að gera að undanförnu. „Já, þetta er satt,“ sagði Bubba eftir að hafa verið með skor upp á 69 högg á 2. hring WGC-Cadillac Championship, sem kom honum í 5. sæti á samtals 9 undir pari og er hann því nú aðeins 4 höggum á eftir fyrri eiganda hússins (Tiger). „Ég leit á a.m.k. 50 hús áður en ég kíkti á hús Tiger. Mikið af húsunum eru gömul og við enduðum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2013 | 11:00

LET: Inbee Park enn í forystu fyrir lokahring World Ladies Championship – Suzann Pettersen í 2. sæti!

Það er Inbee Park sem er enn í forystu fyrir lokahring World Ladies Championship í Haikou í Hainan í Kína, þar sem mótið fer fram á Sandbelt Trails golfvellinum. Park er búin að spila á samtals 14 undir pari 202 höggum (68 65 69). Í dag var hún með 5 fugla, 11 pör og 2 skolla. Í 2. sæti er norska frænka okkar Suzann Pettersen, en hún var á lægsta skorinu í dag ásamt hinni ítölsku Stefania Croce, 67 höggum, skilaði „hreinu“ skorkorti með 5 fuglum á og 13 pörum.  Samtals er Pettersen búin að spila á 12 undir pari 204 höggum (70 67 67) og saxar hægt og bítandi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2013 | 10:45

Birgir Leifur í 34. sæti eftir 3. dag Irish Creek Classic

Eftir 3. hring á Irish Creek Open deilir Birgir Leifur Hafþórsson 34. sætinu ásamt 7 öðrum kylfingum af þeim 63 sem komust í gegnum niðurskurð, en því miður var Ólafur Björn ekki þar á meðal (munaði 3 höggum). Birgir Leifur er búinn að spila á samtals 4 yfir pari, 217 höggum (77 69 71). Spilað er á golfvelli The Club at Irish Creek í Kannapolis, Norður-Karólínu.  Sjá má gullfallegar myndir af iðagrænum golfvöllum Irish Creek á heimasíðu klúbbsins (ekki vanþörf á því í þessum snjó og kulda hér á Íslandi) með því að SMELLA HÉR:  Lokahringurinn verður spilaður í kvöld og spennandi að sjá í hvaða sæti Birgir Leifur endar! Til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2013 | 10:30

PGA: Tiger í forystu þegar Cadillac mótið er hálfnað – Hápunktar og högg 2. dags

Tiger Woods hefir tekið forystu á Cadillac Championship – er búinn að spila samtals á 13 undir pari, 131 högg (66 65).  Í dag fékk hann 8 fugla og 1 skolla (fækkaði fuglunum um 1 og skollunum um 2 frá því í gær). Í 2. sæti er Graeme McDowell 2 höggum á eftir Tiger og í 3. sæti eru Phil Mickelson og Steve Stricker á samtals 10 undir pari, hvor eða 3 höggum á eftir Tiger. Jafnvel þó Steve Stricker hafi tekið Tiger í pútttíma sér hann eflaust ekki eftir því að hann sé nú í 3.-4. sæti en Tiger fyrsta sætinu.  Bestu kylfingunum þykir ekkert athugavert að deila upplýsingum Lesa meira