Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2013 | 16:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2013: Bobby Gates – (4. grein af 26)

Hér verður fram haldið með nýja greinaröð á Golf 1 þar sem efstu 26 í lokaúrtökumóti Q-school PGA , sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012, í La Quinta, Kaliforníu og  hlutu í kjölfarið kortið sitt, þ.e. þátttökurétt á PGA Tour 2013, verða kynntir stuttlega.

Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25. sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013.  Að þessu sinni voru 5 kylfingar jafnir í 22. sætinu, þeir: Constable Jr.Bobby Gates, Henrik NorlanderChez Reavie og Patrick Reed og alls 26 sem hlutu kortið á PGA Tour, sem marga dreymir um.

Hér áður hafa Patrick Reed, Chez Reavie og Henrik Norlander verið kynntir og hér næst á dagskrá er Bobby Gates.

Robert (Bobby) Gates Jr. fæddist 31. desember 1985 og er því 27 ára. Hann er fæddur og alinn upp í Gainesville, Flórída,

Hann byrjaði snemma í golfi en pabbi hans byrjaði að kenna honum 2 ára ungum.  Í menntaskóla var hann í F.W Buchholz High School. Hann leiddi í meðaltalsskori meðal golffélaga sinna í liði Buchholz menntaskólans á lokaári sínu og var útnefndur íþróttamaður ársins (ens. Scholar Athlete of the Year) í Alachua County, í Flórída.

Bobby var í Texas A&M University og útskrifaðist 2008 með gráðu í landbúnaðarfræðum. Hann gerðist atvinnumaður í golfi og spilaði fyrst á Gateway Tour, 2008. Síðan spilaði hann á kanadíska PGA, 2009 og varð í 22. sæti á peningalistanum þar.

Bobby spilaði síðan á Nationwide Tour 2010 eftir að verða T-42 í Q-school PGA, 2009. Hann vann 1. sigur á Nationwide Tour árið 2010, Michael Hill New Zealand Open og varð 16. á peningalistanum og fékk þ.a.l. kortið sitt á PGA Tour. Honum tókst ekki að halda kortinu sínu, en aðeins munaði 1 sæti á peningalistanum og $ 1.431,- að það tækist, en D.J Trahan hlaut 125. sætið, 2011 og síðasta kortið fyrir keppnistímabilið 2012 í gegnum peningalistann …. og því varð Gates að taka þátt í Q-school… en með svona líka glæsilegum  árangri, T-3 í Q-school árið 2011.

S.l. keppnistímabil 2012 var Bobby Jones jafnerfitt.  Hann varð í 146. sæti á peningalistanum 2012 og varð því að fara aftur í Q-school 2012 og rétt slapp inn á mótaröðina með T-22 árangri í Q-school, en hann hlaut þó kortið sitt aftur fyrir 2013 keppnistímabilið.

Bobby er kvæntur konu sinni Lauren og þau búa í The Woodlands, í Texas.

Nokkrir fróðleiksmolar um Bobby Gates:

Alan Hodde er golfkennari og sveifluþjálfari hans.

Að sjá Texas A&M vinna 2009 NCAA Championship og fá að spila á Opna bandaríska 2010 á Pebble Beach (T-40) eru að hans mati stærstu golfafrekin.

Fyrsta árið hans í háskóla var herbergisfélagi hans, Martin Piller, en þeir tveir spiluðu saman á Nationwide Tour.

Bobby Gates finnst gaman að ferðast sérstaklega til Evrópu.

Uppáhaldsgolfvellir Bobby Gates sem hann hefir spilað eru Caves Valley og  Carlton Woods og sá sem hann myndi langa til að spila er Augusta National GC.

Bobby ferðast aldrei án iPods-ins síns. Fyrsti bíllinn hans var Dodge Durango en nú keyrir hann um á Chevy Tahoe.

Uppáhaldsháskólalið hans er (og kemur engum á óvart) Texas A&M, og eins er hann aðdáandi Houston Texans.

Uppáhaldssjónvarpsþáttur hans er „Entourage“ og uppáhaldskvikmyndin er „Crash.“.

Uppáhaldsskemmtikraftur hans er Dave Chapelle. Annað sem er í uppáhaldi er biblían, súkkulaði og LeBron James.

Uppáhaldsborgir hans er Madrid, á Spáni og Honolulu. Uppáhaldsfrístaðir hans eru Hawaii, Kalifornía og Skotland.

Draumaholl hans samanstendur af Jack NicklausArnold Palmer og Tiger Woods. Það sem Bobby Gates myndi langa til að gera í framtíðinni er að fljúga einkaflugvél, spila golf í Ástralíu og ferðast til Ítalíu. Góðgerðarmálefnið sem hann styður er American Cancer Society (Krabbameinssamtök Bandaríkjanna) og kirkjan í heimaborg hans.

Heimild: PGA Tour og Wikipedia.