Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2013 | 09:00

PGA: Rory sagði að sjálfstraustið hefði verið í ólagi

Heimsins besti, Rory McIlroy var með 2. hring sinn á árinu undir pari á 3. hring WGC-Cadillac Championship, þ.e. spilaði á 1 undir pari, 71 höggi og situr nú í 30. sæti sem hann deilir með Lee Westwood, en þeir eru báðir búnir að spila á samtals 3 undir pari, en eru heilum 15 höggum á eftir Tiger.  Annars var skorkort 3. hrings á WGC-Cadillac Championship ansi skrautlegt hjá Rory, en á því voru 6 fuglar, 8 pör, 3 skollar og 1 skrambi.

En hann hangir inni – er ekkert að ganga af leikvelli eins og á Honda Classic fyrir viku.

Í viðtali eftir hringinn viðurkenndi Rory að sjálfstraustið hefði sokkið á árinu og hefði verið með því lægsta á ferlinum fram til þessa.

„Það (sjálfstraustið) var líklega með því lægsta sem það hefir nokkru sinni verið,“ sagði hann.  „En ég er að dræva boltann miklu betur nú,“ sagði hann. „Ég hef unnið mikið í leik mínum og líður mun betur þarna úti.“

Hann vann mikið í sveilfu sinni í The Bears Club og var löngum stundum á æfingasvæðinu. „Á þessum tíma í síðustu viku var ég á æfingasvæðinu í The Bear´s Club að reyna að finna sveiflu sem virkaði,“ sagði McIlroy m.a. „Ég yfirfærði það sem ég gerð (á æfingasvæðinu)i í leik minn (í mótinu) og sá í reynd góðan árangur, ég er á betri stað nú.“

„Jafnvel slæmu höggin lenda á miðju kylfuandlitsins,“ sagði McIlroy.  „Ég er spenntur fyrir leik mínum. Í byrjun vikunnar var ég í lægð en nú á nokkrum dögum er ég mun ánægðari með hvernig allt mjakast fram á við.“

Rory sagðist næst ætla að spila á Shell Houston Open.

„Með þvi að vinna meira og það að ég veit að ég er á réttri leið, gefur mér sjálfstraust fyrir nokkrar næstu vikur.“