Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2013 | 20:29

Birgir Leifur lauk leik á parinu á Irish Creek Classic

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG,  lauk í dag leik á Irish Creek Classic mótinu.  Spilað var á golfvelli The Club at Irish Creek í Kannapolis, Norður-Karólínu.  Sjá má gullfallegar myndir af iðagrænum golfvöllum Irish Creek á heimasíðu klúbbsins (ekki vanþörf á því í þessum snjó og kulda hér á Íslandi) með því að SMELLA HÉR: 

Birgir Leifur lauk leik í 37. sætinu, sem hann deildi ásamt 7 öðrum.

Birgir Leifur lék á samtals 4 yfir pari, 217 höggum (77 69 71 71).

Í 1. sæti varð Bandaríkjamaðurinn Ryan Nelson á samtals 15 undir pari, átti 5 högg á þann sem varð í 2. sæti, landa sinn Jack Fields sem varð í 2. sæti á 10 undir pari og átti 4 högg á þann sem varð í 3. sæti, Chip Lynn (samtals 6 undir pari).

Til þess að sjá úrslitin á Irish Creek Classic  SMELLIÐ HÉR: