Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2013 | 12:30

Afmæliskylfingur dagsins: Sandra Palmer — 10. mars 2013 —

Afmæliskylfingur dagsins er Sandra Palmer.  Sandra Palmer fæddist í Fort Worth, Texas, 10. mars 1943 og á því 70 ára stórafmæli í dag!!! Hún ólst hins vegar upp í Bangor, Maine.  Sandra var í North Texas State University þar sem hún var m.a. klappstýra og var valin „Homecoming Queen.“ Sem áhugamaður var hún fjórfaldur sigurvegari á West Texas Amateur og eins sigraði hún á Texas State Amateur árið 1963 þ.e. fyrir 50 árum! Hún gerðist atvinnumaður í golfi og komst á LPGA árið 1964 og vann 19 titla þar, þ.á.m. 2 risamót: Titleholders Championship 1972 og US Women´s Open 1975. Hún var efst á peningalistanum 1975 og hlaut titilinn leikmaður ársins á LPGA það ár. Hún var í 10 ár í röð meðal 10 efstu á peningalista LPGA 1968-1977.  Sandra  spilaði í síðasta móti sínu á LPGA 1997.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Janet Anderson, 10. mars 1956 (57 ára);  Stephen Paul Marino, Jr., 10. mars 1980 (33 ára), Taylor Leon, 10. mars 1987 (26 ára) … og …

F. 10. mars 1981 (32 ára)

F. 10. mars 1986 (27 ára)

F. 10. mars 1988 (25 ára stórafmæli!!!)
 
F. 10. mars 1977 (36 ára)

Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is