Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2013 | 16:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2013: Si-Woo Kim – (6. grein af 26)

Hér verður fram haldið með að kynna efstu 26 kylfinganna í lokaúrtökumóti Q-school PGA , sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012, í La Quinta, Kaliforníu og hlutu í kjölfarið kortið sitt, þ.e. þátttökurétt á PGA Tour 2013.

Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25 sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Að þessu sinni voru 5 kylfingar jafnir í 22. sætinu, þeir: Constable Jr., Bobby Gates, Henrik Norlander, Chez Reavie og Patrick Reed og alls 26 sem hlutu kortið á PGA Tour, sem marga dreymir um.  Framangreindu 5 kylfingar hafa nú allir verið kynntir og komið að þeim tveimur sem deildu 20. sætinu Si Woo Kim frá Suður-Kóreu, sem verður kynntur í dag og Taggart (alltaf kallaður Tag) Ridings, sem kynntur verður á morgun.

Si Woo Kim fæddist 28. júní 1995 í Seúl, Suður-Kóreu og var því 17 ára þegar hann náði kortinu sínu á PGA, yngstur allra sem það hefir tekist!  Hann hlýtur samt ekki þátttökurétt á PGA Tour fyrr en á 18 ára afmælisdegi sínum þ. 28. júní n.k. sbr. m.a. grein Golf1 þar um SMELLIÐ HÉR: 

Si Woo Kim er enn í menntaskóla þ.e. Shinsung menntaskólanum í Suður-Kóreu, en þaðan útskrifast hann á næsta ári, 2014.

Nokkrar staðreyndir um þennan unga suður-kóreanska pilt sem kominn er á PGA:

Ef það væru spiluð kynningarlög fyrir kylfinga á 1. teig myndi lagið hans vera „Gangnam Style.“.

Uppáhaldsvefsíðan hans er youtube.com.

Uppáhaldshljómsveitin hans er Girls Generation.

Uppáhaldsíþróttamaður hans er Park Ji-Sung, sem talinn er einn af fremstu fótboltaleikmönnum Suður-Kóreu.

Í draumaholli Si-Woo myndu vera: Tiger Woods, Rory McIlroy og Luke Donald.

Si-Woo Kim er alltaf með íþróttadrykki í golfpokanum.