Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2013 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Sunna og Elon í 2. sæti á JMU/Eagle Landing mótinu eftir 2. dag

Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon hafa nú leikið 2 hringi á JMU/Eagle Landing Invite, í Orange Park, Flórída.

Spilað er í Eagle Landing golfklúbbnum í Orange Park, Flórída og má skoða heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR: 

Völlurinn er 7037 yarda par-72 hannaður af Clyde Johnston. Þátttakendur í mótinu eru 97 frá 17 háskólum.

Eftir 2. dag eru Sunna og golflið Elon í 2. sæti í mótinu, í liðakeppninni. Í einstaklingskeppninni bætti Sunna leik sinn um 3 högg frá 1. degi, lék á 2 yfir pari, 74 höggum og fór úr upp um 16 sæti, úr 47. sætinu, sem hún var í eftir 1. hring, í 31. sætið, sem hún deilir með 8 öðrum kylfingum.  Samtals er Sunna búin að spila á 7 yfir pari, 151 höggi (77 74).

Sunna er nú ein á 4. besta skori liðs síns og telur það í glæsiárangri Elon í liðakeppninni, 2. sætinu!

Fylgjast má með gengi Sunnu og golfliðs Elon á Eagle Landing í Flórída með því að SMELLA HÉR: