Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2013 | 02:30

PGA: Tiger leiðir með 4 höggum fyrir lokahringinn á WGC-Cadillac Championship – Hápunktar og högg 3. dags

Tiger Woods jók forystu sína á 3. degi WGC-Cadillac Championship mótinu á heimsmótaröðinni. Hann kláraði á 5 undir pari, 67 höggum; fékk 7 fugla, 9 pör og 2 skolla. Samtals er Tiger búinn að spila á 18 undir pari, 198 höggum (66 65 67).

Tiger hefir samtals fengið 24 fugla á 3 hringjum sínum í mótinu, fleiri en nokkru sinni á öllum sínum langa ferli eftir 3 hringi, í 1 móti. Hér má sjá þrjá af fuglunum hans á 3. hring:  á par-5 8. holunni SMELLIÐ HÉR: ; Á par-5 10. brautinni SMELLIÐ HÉR:; Á par-par-3 15. brautinni  SMELLIÐ HÉR:

Hvað gerir Tiger í dag? Stendur hann uppi sem sigurvegari í kvöld? Sjá má viðtal við Tiger eftir 3. hring með því að SMELLA HÉR: 

Tiger á 4 högg á Graeme McDowell, sem er sem fyrr í 2. sæti.  G-Mac er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 202 höggum (66 67 69).

Phil Mickelson og Steve Stricker deila 3. sætinu á samtals 13 undir pari, 203 höggum, hvor.

Keegan BradleySergio Garcia,  Charl Schwartzel og Michael Thompson eru T-5, þ.e. jafnir í fimmta sæti á 11 undir pari, 205 höggum, hver.

Til þess að sjá stöðuna á WGC-Cadillac Championship eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess á sjá hápunkta 3. dags á WGC-Cadillac Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 3. dags á WGC-Cadillac Championship, sem var högg Scott Piercy úr flatarglompu fyrir erni á par-5 12. SMELLIÐ HÉR: