Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2013 | 20:00

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Maha Haddoui – (22. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l.  Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt kanadíska frægðarhallarkylfingnum Lori Kane, sem spilar á LET á undanþágu.

Þær 6 stúlkur, sem deildu með sér 25. sætinu, hafa einnig allar verið kynntar og í gær hófst  kynning á næstu 5, sem deildu með sér 20. sætinu.  Það eru þær: Elina NummenpaaLaura CabanillasMaha HaddiouiVirginia Espejo og Sarah King. Nú þegar hafa Sarah King og Virginia Espejo verið kynntar og í kvöld er það Maha Haddoui, sú fyrsta til þess að spila á LET frá Marokkó.

Fullt nafn: Maha Haddoui

Ríkisfang: marokkósk.

Maha Haddoui

Maha Haddoui

Fæðingardagur: 15. maí 1988.

Fæðingarstaður: Casablanca, Marokkó.

Háralitur: Svartur.

Augnlitur: Brúnn.

Býr í: Agadír, Marokkó.

Menntun: Lynn University í Boca Raton, Flórída.

Áhugamannsferill:  Spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfiði Lynn University í Flórída. Er fjórfaldur scholar All-America, NCGA First Team All American, Var valin Sunshine State Conference Women´s kylfingur ársins og varð tvisvar valin í All SCC Tournament . Vann gullið í kvennahluta Arab Games í Qatar, 2011, með liði sínu en í því var m.a. yngri systir henna Nezha.

Staða í Lalla Aicha Tour School 2013: T-20.