Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2013 | 19:30

Nýju strákarnir á PGA Tour 2013: Derek Ernst (9. grein af 26)

Hér verður fram haldið með að kynna stuttlega efstu 26 kylfinganna í lokaúrtökumóti Q-school PGA , sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012, í La Quinta, Kaliforníu og hlutu í kjölfarið kortið sitt, þ.e. þátttökurétt á PGA Tour 2013.

Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25 sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Að þessu sinni voru 5 kylfingar jafnir í 22. sætinu, þeir: Constable Jr., Bobby Gates, Henrik Norlander, Chez Reavie og Patrick Reed og alls 26 sem hlutu kortið á PGA Tour, sem marga dreymir um.  Framangreindu 5 kylfingar hafa nú allir verið kynntir, sem og þeir tveir sem deildu 20. sætinu þeir  Si Woo Kim frá Suður-Kóreu og sá sem kynntur var í gær, Taggart (alltaf kallaður Tag) Ridings.

Nú er komið að 3 bandarískum strákum sem deildu 17. sætinu í Q-school þeim Aaron WatkinsScott Langley ogDerek Ernst.  Við byrjuðum á Aaron Watkins í gær og í kvöld verður Derek Ernst kynntur:

Derek Ernst fæddist í Woodland, Kaliforníu 16. maí 1990 og er því 22 ára.  Hann útskrifaðist frá University of Nevada-Las-Vegas í hótelstjórnun.  Ernst býr í Fresno, Kaliforníu.

Nokkrar einskis staðreyndir um Ernst:

Ef hann væri ekki kylfingur væri hann rokkstjarna.

Honum finnst gaman að spila á trommur.

Enst er mikill aðdáandi Denver Broncos og the Chicago Bears.

Í draumaholli Ernst eru hann sjálfur….Tim Tebow, Arnold Palmer og Rory McIlroy.

Það vita ekki margir að hann er sá eini sem hefir náð holu í höggi á par-4 holunni á US Public Links.

Hann er mikill styrktaraðili Pediatric Brain Tumor Foundation.

Ernst vill eignast sitt eigið íþróttamannslið dag einn.

Þegar hann var í 2. bekk í barnaskóla skar hann hægri augað með stávír. Eftir því sem augað greri jókst örvefur.  Örvefurinn er enn þarna og sjón hans er skýjuð á því auga. Eins á hann erfitt með að sjá dýptir með hægra auganu.