Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2013 | 08:00

Brotist inn í klúbb Rory McIlroy á N-Írlandi

Vopnaðir ræningjar brutust inn í golfklúbbinn þar sem nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, sté fyrstu skref sín í golfíþróttinni, Holywood Golf Club, á Norður-Írlandi, en komust sem betur fer ekki í burt með neitt sem tilheyrði Rory.

Írskt dagblað greinir frá því að grímuklædd klíka manna, þar sem einn var með riffil hafi ráðist inn í klúbbinn kl. 10 sunnudagskvöldið meðan Rory var að spila fyrsta glæsihring ársins upp á 65 högg á WGC – Cadillac Championship.

Glæpaklíkan krafðist peninga og ógnaði tveimur félögum áður en þeir flúðu án þess að hafa nokkuð upp úr krafsinu.

A photograph of young Rory McIlroy and his father that is on display at the Holywood Golf Club.

Mynd af Rory og pabba hans Gerry í Holywood Golf Club.

Tveir starfsmenn klúbbsins, maður og kona, voru ómeidd en skelfd.

Talsmaður Holywood Golf Club neitaði að tjá sig um innbrotið en North Down DUP MLA Gordon Dunne, þingmaður, en Holywood fellur innan kjördæmis hans, sagði að hann væri „sjokkeraður og hneykslaður“ á atburðinum.

„Þetta er enginn staður fyrir þessháttar háttsemi og ég veit að menn eru almennt í sjokki eftir þetta innbrot,“ sagði hann. „Klúbburinn er staðsettur í mjög rólegu íbúðarhverfi og ég veit að þessháttar árás er algerlega úr takti við allt á þessu svæði.“

„Það er mikilvægt að árásamennirnir verði handsamaðir og ég vil beina því til allra sem séð hafa eitthvað grunsamlegt í eða í kringum svæðið á þeim tíma sem innbrotið/árásin átti sér stað að hafa samband við lögregluna.“