Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2013 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra og USF luku leik í 10. sæti á Hawaii

Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og golflið University of San Fransisco (skammst.: USF) luku í gær leik á Dr. Donnis Thompson Invitational mótinu í Kaneohe Klipper, á Hawaii.

Þátttakendur í mótinu voru 94 frá 17 háskólum. Meðal áhorfenda í mótinu eru foreldrar Eyglóar Myrru.

Eygló Myrra lék á samtals 19 yfir pari, 235 höggum  (81 78 76) og bætti sig með hverjum hringnum.  Hún var T-51 eftir fyrri keppnisdag en lauk keppni ein í 41. sæti í einstaklingskeppninni.  Eygló Myrra var á 3. besta skori í liði USF.

Í liðakeppninni varð lið USF í 10. sæti og taldi skor Eyglóar Myrru.

Næsta mót Eyglóar Myrru og USF er West Coast Conference Championship, sem fram fer í Gold Mountain golfklúbbnum, í Washington, 15.-17. apríl n.k.

Til þess að sjá úrslitin á Dr. Donnis Thompson Invitational  SMELLIÐ HÉR: