Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og The Crusaders í Belmont Abbey. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2013 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi og Belmont luku leik í 5. sæti á Southern California Intercollegiate

Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og golflið Belmont Abbey léku dagana 11. -12. mars á Southern California Intercollegiate í Mission Viejo CC, Kaliforníu.

Þátttakendur voru 88 frá 16 háskólum.

Arnór Ingi lauk keppni T-36 í einstaklingskeppninni, á samtals 236 höggum (77 79 80).

Golflið Belmont Abbey varð T-5 í liðakeppninni og taldi skor Arnórs Inga en hann var á 3. besta skori liðsins.

Næsta mót Arnórs Inga og golfliðs Belmont Abbey er Bearcat Invitational sem fram fer í Greenwood, Suður-Karólínu, dagana 26.-27. mars n.k.

Til þess að sjá úrslitin úr Southern Californía Intercollegiate Championship SMELLIÐ HÉR: