Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2013 | 15:25

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU luku leik í 5. sæti á General Hackler mótinu

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið East Tennessee State University (ETSU) luku í gær leik á General Hackler Championship.

Mótið stóð dagana 11.-12. mars og var spilað á TPC Myrtle Beach í Murrells Inlet, Suður-Karólínu. Þátttakendur voru 63 frá 11 háskólum.

Guðmundur Ágúst lék á samtals 226 höggum (79 77 70) og bætti sig með hverjum hring. Hann var á 3. besta skori ETSU og í 21. sæti í einstaklingskeppninni.

Í liðakeppninni varð golflið ETSU í 5. sæti og þar taldi fínt skor Guðmundar Ágústs!!!

Guðmundur Ágúst og golflið ETSU spila næst á Furman Intercollegiate, sem fram fer dagana 22.-24. mars í Greenville, Suður-Karólínu.

Til þess að úrslitin á Gerneral Hackler Championship SMELLIÐ HÉR: