Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2013 | 14:45

Jörðin opnaðist og kylfingur hvarf niður í 3 metra holu á 14. braut Annbriar golfvallarins í Illinois – Myndskeið

Kylfingur frá Missouri  í Bandaríkjunum, Mark Mihal, skemmti sér vel í golfi þegar hann tók eftir dæld á 14. braut Annbriar golfklúbbsins í Suður-Illinois. Hann sagði eitthvað á þá leið við spilafélaga sinn að það myndi nú vera lítið skemmtilegt að slá þarna upp úr og fór til þess að líta nánar á dældina.

Hann steig aðeins eitt skref á dældina og jörðin gaf sig undan fótum hans og hann húrraðist niður í 3 metra pytt.  Það tók vini hans um 20 mínútur að draga hann upp úr með reipi. En reynslan skilur eftir sig ör því Mihal var að vonum skelfdur sérstaklega eftir nýlegar fréttir þess efnis að maður í Flórída hafi ekki fundist, eftir að hann sökk í samskonar pytt þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu.

„Mér finnst ég heppinn að hafa sloppið með smá axlarmeiðsl, eftir að falla þetta langt og vita ekki á hvað ég myndi detta,“ sagði Mihal sem kemur frá úrhverfi í St. Louis, Creve Coeur.  „Þetta var algerlega brjálæðislegt,“

Aðalframkvæmdastjóri Annbriar, Russ Nobbe lýsti holunni „ sem verulega óheppilegan atburð, atburð sem við teljum skrifast á móður náttúru.“

„Okkur finnst ekki að við hefðum getað á nokkurn hátt séð fyrir að þetta myndi gerast,“ sagði Nobbe.

Mihal sagði á hinn bóginn að þetta hefði skemmt annars æðislegan golfhring fyrir sér. „Þetta var fyrsti daguinn minn í golfi í langan tíma,“ sagði hann, „þannig að ég bjóst ekki við miklu.“

„Þetta (dældin) leit ekkert út fyrir að vera óstöðug – næstu mínútu var ég horfinn. Í frjálsu falli. Þetta virtist sem heil eilífð en það getur ekki hafa verið meira en sekúnda eða tvær og ég vissi bara ekki á hverju ég myndi lenda. Og svo var bara dimmt allt í kringum mig.“

Ofan í holunni var Mihal við að fá áfall og í niðamyrkri með sára öxlina velti hann því fyrir sér hvort hann myndi sökkva enn dýpra og hvort jörðin myndi hvolfast yfir hann.

„Ég leit í kringum mig og var að reyna að halda í leirhrúgu og reyna að komast að því hvernig hægt væri að komst upp.“ Þarna fór ég að öskra „Ég þarfnast stiga og reipis, þið verðið að ná mér upp úr strákar.“

Komið var með stiga en hann reyndist of stuttur og aum öxlin á Mihal varnaði því að hann gæti klifrað að honum.  Ég man að ég öskraði „Ég verð að komast upp úr héðan. NÚNA!!!“ rifjaði Mihal upp.

Einn af golffélögunum fórnaði peysunni sinni þannig að Mihal gæti haldið í eitthvað og síðan var reynt að toga hann upp úr.

Slíkar holur eru langt því frá óalgengar í suðvestur Illinois, sérstaklega þar sem námustarfsemi hefir verið, en talið er að þær séu á bilinu 15.000.

Nobbe sagði fréttamönnum að aðrir kylfingar væru ekki í hættu á Annbriar golfvellinum og hann myndi verða opinn, jafnvel þó jarðfræðingar myndu vinna að rannsóknum sérstaklega í kringum holuna á 14. braut.

Mihal á hinn bóginn er að velta fyrir sér annarri ferð á Annbriar. „Þetta er frábær völlur. Ég elska hann, ég hef spilað hann ótal sinnum á sl. 10 árum. En ég myndi eiga erfitt með að ganga þarna aftur sem holan er!“

Hér má sjá myndskeið af einni helstu frétt í St. Louis í dag – en meðal efnis er viðtal við Mark Mihal, þann sem féll í holuna  SMELLIÐ HÉR: